logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Desembergetraunin

02/12/22Desembergetraunin
Síðasta barnagetraun ársins er að sjálfsögðu með jólalegu ívafi. Það er því ekki verra að kynna sér aðeins jólabækurnar í barnadeildinni og enn betra að vera þolinmóð/ur að telja! Einn heppinn þátttakandi verður svo dreginn út og fær bók í verðlaun. Getraunin er á sínum stað á gula hringborðinu og starfsfólk ávallt boðið og búið að aðstoða ef þarf.
Meira ...

Fjölmennt var við opnun sýningar Jóns Sæmundar, Litandi, litandi, litandi.

25/11/22Fjölmennt var við opnun sýningar Jóns Sæmundar, Litandi, litandi, litandi.
Fjölmennt var við opnun sýningar Jóns Sæmundar, Litandi, litandi, litandi, sem haldin var 18. nóvember sl.
Meira ...

Vel heppnað Bókmenntahlaðborð eftir tveggja ára hlé

25/11/22Vel heppnað Bókmenntahlaðborð eftir tveggja ára hlé
Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar var haldið þriðjudaginn 22. nóvember, eftir tveggja ára hlé sökum Covid-19 heimsfaraldursins. Að vanda var vel mætt en ríflega 200 gestir hlýddu á lestur úr glænýjum jólabókum í notalegu umhverfi Bókasafnsins.
Meira ...

Nóvembergetraunin

31/10/22Nóvembergetraunin
Nú er tími til kominn að vekja sinn innri spæjara og leysa barnagetraun mánaðarins. Í bókum búa nefnilega ansi margir spæjarar og spurt er um nokkra þeirra í getrauninni að þessu sinni.
Meira ...

Októbergetraunin

03/10/22Októbergetraunin
Nú er Hrekkjavakan á næsta leiti og því teflir barnagetraunin fram nokkrum hryllilegum spurningum. Við hvetjum alla sem þora að mæta í barnadeild safnsins og taka þátt. Einn heppinn þátttakandi hlýtur bók í verðlaun.
Meira ...

Septembergetraunin

05/09/22Septembergetraunin
Getraunin er mætt aftur eftir endurnærandi sumarfrí. Hjá mörgum er skólinn hafinn á ný og því ekki úr vegi að spyrja aðeins út í dularfulla kennara og galdraskóla. Við verðlaunum að sjálfsögðu einn heppinn þátttakanda sem svarar öllum spurningunum rétt. Getraunina finnið þið á sínum stað á gula hringborðinu í barnadeildinni. Ekki gleyma að starfsfólk safnsins er boðið og búið að aðstoða eftir þörfum.
Meira ...

Uppskeruhátíð sumarlesturs

29/08/22Uppskeruhátíð sumarlesturs
Það var heldur betur stuð og stemming í bókasafninu fyrir helgi þegar við fögnuðum frábærum árangri þátttakenda í sumarlestri safnsins. Við byrjuðum á því að fá heimsókn frá Bjarna Fritzsyni rithöfundi sem las fyrir okkur upp úr glænýrri bók sem er enn ekki komin út! Eftir feikiskemmtilegan upplestur leiddi Húlladúllan hópinn út á torgið fyrir framan safnið þar sem hún sýndi okkur öll helstu húllatrixin. Eftir sýninguna fengu bæði börn og fullorðnir að spreyta sig og var húllað af krafti þar til safnið lokaði.
Meira ...

Uppskeruhátíð sumarlesturs fimmtudaginn 25. ágúst kl. 16:30

15/08/22Uppskeruhátíð sumarlesturs fimmtudaginn 25. ágúst kl. 16:30
Nú fer sumarlestursátaki bókasafnsins senn að ljúka og því ekki úr vegi að fagna frábærum árangri þátttakenda í sumar. Fimmtudaginn 21. ágúst fer fram uppskeruhátíð sumarlesturs í bókasafninu og byrjar dagskráin kl. 16:30. Bjarni Fritzson rithöfundur kemur í heimsókn og les upp úr bókunum sínum. Húlladúllan mætir svo á svæðið með alls kyns sirkusdót og kennir okkur öll helstu húllatrixin á torginu fyrir framan safnið. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og öll velkomin.
Meira ...

Bókasafnið lokað á frídegi verslunarmanna mánudaginn 1.ágúst

27/07/22Bókasafnið lokað á frídegi verslunarmanna mánudaginn 1.ágúst
Bókasafnið lokað á frídegi verslunarmanna mánudaginn 1.ágúst
Meira ...

Vel heppnuð ritsmiðja

27/06/22Vel heppnuð ritsmiðja
Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur stýrði þessum flotta hópi í ritsmiðju á vegum bókasafnsins fyrr í þessum mánuði. Eins og við var að búast tókst smiðjan með eindæmum vel og aldrei að vita nema að þar hafi fæðst hugmyndir sem síðar komist á prent og hægt verði að fá að láni í Bókasafni Mosfellsbæjar í framtíðinni.
Meira ...

Síða 1 af 3

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira