logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Septembergetraunin

05/09/22Septembergetraunin
Getraunin er mætt aftur eftir endurnærandi sumarfrí. Hjá mörgum er skólinn hafinn á ný og því ekki úr vegi að spyrja aðeins út í dularfulla kennara og galdraskóla. Við verðlaunum að sjálfsögðu einn heppinn þátttakanda sem svarar öllum spurningunum rétt. Getraunina finnið þið á sínum stað á gula hringborðinu í barnadeildinni. Ekki gleyma að starfsfólk safnsins er boðið og búið að aðstoða eftir þörfum.
Meira ...

Uppskeruhátíð sumarlesturs

29/08/22Uppskeruhátíð sumarlesturs
Það var heldur betur stuð og stemming í bókasafninu fyrir helgi þegar við fögnuðum frábærum árangri þátttakenda í sumarlestri safnsins. Við byrjuðum á því að fá heimsókn frá Bjarna Fritzsyni rithöfundi sem las fyrir okkur upp úr glænýrri bók sem er enn ekki komin út! Eftir feikiskemmtilegan upplestur leiddi Húlladúllan hópinn út á torgið fyrir framan safnið þar sem hún sýndi okkur öll helstu húllatrixin. Eftir sýninguna fengu bæði börn og fullorðnir að spreyta sig og var húllað af krafti þar til safnið lokaði.
Meira ...

Uppskeruhátíð sumarlesturs fimmtudaginn 25. ágúst kl. 16:30

15/08/22Uppskeruhátíð sumarlesturs fimmtudaginn 25. ágúst kl. 16:30
Nú fer sumarlestursátaki bókasafnsins senn að ljúka og því ekki úr vegi að fagna frábærum árangri þátttakenda í sumar. Fimmtudaginn 21. ágúst fer fram uppskeruhátíð sumarlesturs í bókasafninu og byrjar dagskráin kl. 16:30. Bjarni Fritzson rithöfundur kemur í heimsókn og les upp úr bókunum sínum. Húlladúllan mætir svo á svæðið með alls kyns sirkusdót og kennir okkur öll helstu húllatrixin á torginu fyrir framan safnið. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og öll velkomin.
Meira ...

Bókasafnið lokað á frídegi verslunarmanna mánudaginn 1.ágúst

27/07/22Bókasafnið lokað á frídegi verslunarmanna mánudaginn 1.ágúst
Bókasafnið lokað á frídegi verslunarmanna mánudaginn 1.ágúst
Meira ...

Vel heppnuð ritsmiðja

27/06/22Vel heppnuð ritsmiðja
Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur stýrði þessum flotta hópi í ritsmiðju á vegum bókasafnsins fyrr í þessum mánuði. Eins og við var að búast tókst smiðjan með eindæmum vel og aldrei að vita nema að þar hafi fæðst hugmyndir sem síðar komist á prent og hægt verði að fá að láni í Bókasafni Mosfellsbæjar í framtíðinni.
Meira ...

Nýtt bókasafnskerfi, ný innskráning á leitir.is og í sjálfsafgreiðslu

15/06/22Nýtt bókasafnskerfi, ný innskráning á leitir.is og í sjálfsafgreiðslu
Nýja bókasafnskerfið er orðið virkt en það er en nokkur atriði í vinnslu. Vefurinn leitir.is hefur verið uppfærður og því þurfa lánþegar að úbúa nýtt lykilorð til að nota vefinn. Sendur var út tölvupóstur til lánþega þriðjudaginn 14. júní með leiðbeiningum um hvernig á að breyta lykilorðinu.
Meira ...

Sumarlestur í Bókasafni Mosfellsbæjar 10. júní - 26. ágúst 2022

10/06/22Sumarlestur í Bókasafni Mosfellsbæjar 10. júní - 26. ágúst 2022
Boðið verður upp á árlegan Sumarlestur í bókasafninu í sumar. Markmiðið með lestrarátakinu er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu, viðhalda þannig lestrarfærni sinni og auka við hana. Hægt er að skrá sig í afgreiðslu safnsins frá og með 10. júní. Eftir vel lukkað lestrartré síðasta sumar gerumst við enn metnaðarfyllri í ár og ætlum með hjálp dyggra lestrarhesta að endurskapa sjálfan Miðgarðsorminn í afgreiðslu safnsins. Líkt og síðustu sumur efnum við til happdrættis vikulega og höldum að sjálfsögðu uppskeruhátíð að Sumarlestrinum loknum.
Meira ...

Röskun á þjónustu Bókasafns Mosfellsbæjar

31/05/22Röskun á þjónustu Bókasafns Mosfellsbæjar
31. maí - 13. júní verður innleitt nýtt kerfi í bóksöfnum landsins. Á þessu tímabili verður þjónusta safnsins eingöngu útlán og skil gagna.
Meira ...

Bókasafnið verður lokað á laugardögum í júní og júlí

30/05/22Bókasafnið verður lokað á laugardögum í júní og júlí
Lokað á laugardögum í júní og júlí
Meira ...

Hakk og spagettí

24/05/22Hakk og spagettí
Föstudaginn 27. maí kl. 16-18 opnar Dagmar Atladóttir sýningu sína Hakk og spagettí í Listasal Mosfellsbæjar. Dagmar lærði myndlist og hönnun í Hollandi og hefur sýnt verk sín víða bæði hérlendis og erlendis.
Meira ...

Síða 1 af 3

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira