logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

LISTASALUR - Back up

13/12/16LISTASALUR -  Back up
Laugardaginn 10. desember opnaði Andrea Arnarsdóttir sýningu sína ,,Back up“ í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni eru ljósaverk, en Andrea hefur unnið mikið með hvernig ljós getur haft áhrif á það hvernig við skynjum umhverfi okkar. Með ljósi er hægt að breyta dýptar- og litarskynjun okkar. Andrea Arnarsdóttir er fædd árið 1991 og alin upp í Mosfellsbæ. „Back up“ er fyrsta einkasýning Andreu síðan hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2015.
Meira ...

BÓKASAFN - Lovísa Rún vann

12/12/16BÓKASAFN - Lovísa Rún vann
Vinningshafinn í nóvembergetrauninni var Lovísa Rún Sverrisdóttir. Lovísa Rún er 13 ára stelpa í Varmárskóla. Hún fékk í verðlaun bókina Skóladraugurinn eftir Ingu M. Beck en sú bók hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í ár. Lovísa Rún hefur gaman af því að lesa og nefnir sérstaklega höfundana Jacqueline Wilson og Gunnar Helgason.
Meira ...

BÓKASAFN - í Brennidepli: RÚSSNESKAR BÓKMENNTIR

09/12/16BÓKASAFN - í Brennidepli: RÚSSNESKAR BÓKMENNTIR
Rússneskar bókmenntir eru verk rituð á rússneskri tungu og má rekja allt frá upphafi kristni. Bókmenntasaga Rússa hefur verið óvenjuleg og mótsagnakennd í gegnum tíðina, og hér verður stilkað á stóru. Miklir umbrotatímar í Rússlandi hafa valdið því að hægt er að skipta sögunni í fjögur tímabil, gamla Rússland, keisaratímabilið, Októberbyltinguna og gömlu Sovétríkin. Þessar sviptingar í sögu landsins hafa haft mikil áhrif á bókmenntirnar. Rithöfundar sem skrifa á rússnesku eiga mjög stóran lesendahóp. Þeir eru búsettir víða í löndum fyrrverandi Sovétríkjanna, eins og Hvíta Rússlandi og Úkraínu. Einnig býr fjöldi rithöfunda sem fæddir eru í Rússlandi í Evrópu, Norður Ameríku, Ísrael og víðar.
Meira ...

BÓKASAFN - Færðu aukapakka í desember?

02/12/16BÓKASAFN - Færðu aukapakka í desember?
Nú er hægt að taka þátt í desembergetraun Bókasafnsins. Í barnahorninu okkar eru þátttökuseðlar með þremur laufléttum spurningum. Til að eiga möguleika á að vinna þarf að svara þessum spurningum rétt, merkja seðilinn vel og vandlega og setja í græna póstkassann. Í byrjun nýs árs fær eitt heppið barn bók í verðlaun. Endilega látið vini ykkar vita, skundið á Bókasafnið og verið með!
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira