logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Safnið lokað fyrir hádegi 23. og 24. september

20/09/21Safnið lokað fyrir hádegi 23. og 24. september
Bókasafnið verður ekki opið án þjónustu fyrir hádegi á fimmtu- og föstudag í þessari viku (23. og 24. september). Afgreiðslutími safnsins verður frá kl. 12-18 báða dagana.
Meira ...

Sykursæt opnun

13/09/21Sykursæt opnun
Mikið fjör var við opnun sýningarinnar Bonís í Listasal Mosfellsbæjar 10. september sl. Bonís er hugmyndaverk grafíska hönnuðarins og Mosfellingsins Sigurðar Ó.L. Bragasonar og fjölskyldu hans. Bonís (sem er búið til úr orðunum bonbon og kandís) er sykursætur heimur þar sem búa litlar verur innan um sykurpúða, ísrétti og önnur sætindi. Verurnar sjálfar klæðast flíkum úr ýmsum ávöxtum og nammi.
Meira ...

Sætindaheimur í Listasal Mosfellsbæjar

07/09/21Sætindaheimur í Listasal Mosfellsbæjar
Föstudaginn 10. september kl. 16-18 verður opnun Bonís listasýningar í Listasal Mosfellsbæjar. Bonís er sykursætur, litskrúðugur og ævintýralegur heimur. Þar búa litlar verur sem klæðast nammi- og ávaxtaflíkum og leika sér meðal sætinda. Bonís er hugarfóstur grafíska hönnuðarins Sigurðar Ó.L. Bragasonar og unninn í samstarfi við konu hans Nicole og börn þeirra tvö.
Meira ...

Nóvembergetraunin

01/09/21Nóvembergetraunin
Hvernig væri að fá sér göngutúr í Matthíasarskógi, kíkja við í Kattholti og sníkja svo piparkökur á Sjónarhól? Ef þú svarar þremur spurningum um sögupersónur í bókum Astridar Lindgren rétt gætir þú unnið bók. Komdu við í barnadeildinni og taktu þátt! Ekki hika við að spyrja starfsfólk safnsins um aðstoð.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira