logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Vinningshafi þessarar viku í sumarlestri Bókasafnsins er Tanía

30/06/20Vinningshafi þessarar viku í sumarlestri Bókasafnsins er Tanía
Vinningshafi þessarar viku í sumarlestri Bókasafnsins er Tanía. Tanía las eina af dagbókum Kidda klaufa þar sem Kiddi lendir í köldum vetri með tilheyrandi ævintýrum og vandræðagangi. Í verðlaun fær Tanía bókina Villinorn: Eldraunin eftir Lene Kaaberbøl. Innilega til lukku, Tanía!
Meira ...

Vinningshafi vikunnar í sumarlestri Bókasafnsins er Unnar Sveinn

24/06/20Vinningshafi vikunnar í sumarlestri Bókasafnsins er Unnar Sveinn
Vinningshafi vikunnar í sumarlestri Bókasafnsins er Unnar Sveinn. Unnar er 7 ára gamall og las bókina Svona tala kýr sem er bæði bráðfyndin og mikilvæg lesning fyrir sveitaferðir í sumar. Í verðlaun fær hann bókina Heyrðu Jónsi! Nýi kennarinn eftir Sally Rippin. Til hamingju, Unnar Sveinn! :D Enn er hægt að skrá sig í sumarlestrarátak Bókasafnsins og tryggja sér lestrardagbók og glaðning. Við drögum úr bókaumsögnum vikulega í allt sumar og hljóta heppnir þátttakendur vinning ☀️
Meira ...

Fyrsti vinningshafinn í sumarlestri Bókasafnsins

22/06/20Fyrsti vinningshafinn í sumarlestri Bókasafnsins
Aurora Milella er fyrsti vinningshafinn í sumarlestri Bókasafnsins. Í verðlaun fær hún nýjustu bókina um Stjána og stríðnispúkana. Við óskum Auroru innilega til hamingju og hvetjum hana til lesa enn meira í sumar. Enn er hægt að skrá sig í sumarlestrarátak Bókasafnsins og tryggja sér lestrardagbók og glaðning. Ekki gleyma að dregið er úr bókaumsögnum á hverjum föstudegi í allt sumar og hljóta heppnir þátttakendur vinning 😊
Meira ...

Bókasafnið er lokað 17. júní

16/06/20Bókasafnið er lokað 17. júní
Miðvikudaginn 17. júní verður lokað í Bókasafninu og í Listasalnum.
Meira ...

Út frá einu og yfir í annað - sýningaropnun

05/06/20Út frá einu og yfir í annað - sýningaropnun
Föstudaginn sl. opnaði ung listakona, Ásgerður Arnardóttir, sýningu sína Út frá einu og yfir í annað. Þetta er forvitnileg sýning um samspil sjónarhorna og miðla þar sem öll verkin eru unnin út frá þremur skúlptúrum. Síðasti sýningardagur er 26. júní.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira