logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

„Óþreyju barn, kom innst í lundinn“ - Sýningaropnun föstudaginn 12. júlí kl. 16 - 18.

08/07/19„Óþreyju barn, kom innst í lundinn“ - Sýningaropnun föstudaginn 12. júlí kl. 16 - 18.
Föstudaginn 12. júlí kl. 16-18 verður ný sýning opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin heitir „Óþreyju barn, kom innst í lundinn“ en titillinn er vísun í ljóð eftir Huldu skáldkonu (Unni Benediktsdóttur Bjarklind). Að sýningunni standa tvær ungar listakonur, Harpa Dís Hákonardóttir (1993) og Hjördís Gréta Guðmundsdóttir (1994) sem báðar útskrifuðust í vor frá myndlistardeild LHÍ. Sýningin í Listasal Mosfellsbæjar er hluti af rannsóknarverkefni þeirra sem ber heitir Farsæl, fróð og frjáls þar sem skyggnst er inn í líf og list Huldu skáldkonu og skoðuð áhrif hennar á íslenska menningararfleifð. Verkefnið hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Meira ...

Áfram Sumarlestur!

05/07/19Áfram Sumarlestur!
Fyrsta fimmtudag í júní, júlí og ágúst í sumar er hittingur í Bókasafninu kl. 14.00 fyrir sumarlestrarkrakkana. Við spjöllum, leysum þrautir, drögum út happdrættisvinninga og lesum fyrir krakkana. Fimmtudaginn 4. júlí kom hópur krakka og tók þátt. Vinningshafar í happdrættinu voru Emilía Rán, Sóldís Lilja og Edda. Næst hittumst við fimmtudaginn 1. ágúst kl. 14.00. Þegar hafa 360 krakkar skráð sig í Sumarlesturinn og enn er hægt að skrá sig til leiks. Áfram Sumarlestur!
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira