logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Einstök og óvenjuleg

30/10/19Einstök og óvenjuleg
Fjölmenni var við opnun sýningarinnar Sögur úr sveitinni 25. október sl. í Listasal Mosfellsbæjar. Pétur Magnússon sýnir tvö stór verk sem sýningargestir eru upp til hópa sammála um að séu bæði einstök og óvenjuleg. Annað er vefnaðarverk unnið út frá ljósmynd og gert í minningu móður listamannsins, Önnu Sigríðar Gunnarsdóttur. Anna Sigríður var lengi gagnfræðaskólakennari í Mosfellsbæ og viðfangsefni verksins er gáta sem hún kenndi Pétri á hans bernskuárum. Hitt verkið er ljósmyndasería, 32 myndir af sýningu sem Pétur hélt fyrir kindur í fjárhúsi í Sveinungsvík fyrr á árinu. Má ætla að þetta sé í fyrsta sinn í íslenskri myndlistarsögu sem listaverk hafi sérstaklega verið búin til og sýnd fyrir kindur. Við hvetjum bæjarbúa til að láta þessa hugljúfu, glettnu og skemmtilegu sýningu ekki fram hjá sér fara. Síðasti sýningardagur er 22. nóvember 2019.
Meira ...

Fjör í vetrarfríi í Bókasafninu

30/10/19Fjör í vetrarfríi í Bókasafninu
Bókasafnið bauð grunnskólakrökkum á skemmtileg námskeið í vetrarfríinu í síðustu viku. Perlufjör á fimmtudegi og tækjaforritun á föstudegi. Góð mæting og mikið fjör báða dagana. Takk fyrir ánægjulega samveru krakkar!
Meira ...

Fjör í bangsasögustund

25/10/19Fjör í bangsasögustund
Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna í Bangsasögustundina á þriðjudaginn var. Það var gaman að sjá hve mörg börn, foreldrar og bangsar komu í heimsókn og hlustuðu á Tuma tígur lesa bangsasögu. Við minnum svo á að bangsagetraunin mun standa út vikuna í barnadeildinni og þar er einnig úrval af bangsabókum til útláns
Meira ...

Myndlist, menn og dýr

22/10/19Myndlist, menn og dýr
Föstudaginn 25. október kl. 16-18 opnar Pétur Magnússon sýninguna Sögur úr sveitinni í Listasal Mosfellsbæjar. Pétur fæddist í Reykjavík 1958. Fjölskyldan fluttist í Mosfellssveit 1963 og ólst hann þar upp. Hann lærði myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við háskóla á Ítalíu og í Hollandi þar sem hann bjó til margra ára. Pétur hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði á Íslandi og erlendis, en þetta er í fyrsta sinn sem hann sýnir í Listasal Mosfellsbæjar. Undanfarin ár hafa verk hans verið óhlutbundnar og optískar tilraunir, þar sem skynjun rýmisins er ögrað með samsetningum af ljósmyndum og málmsmíði. Á sýningunni í Listasal Mosfellsbæjar er hinsvegar seilst aftur í tímann og tekinn upp þráður þar sem bæði manneskjur og dýr koma við sögu. Síðasti sýningardagur er 22. nóvember.
Meira ...

Fyrsti vinningshafi vetrarins

11/10/19Fyrsti vinningshafi vetrarins
Fyrsti vinningshafi vetrarins í getrauninni okkar er engin önnur en Þórey Kristjana. Í verðlaun fékk hún nýjustu bókina um Lóu eftir Julien Neel. Þórey er í 8. bekk í Lágafellsskóla og er ekki bara öflugur lestrarhestur heldur æfir einnig dans og spilar á fiðlu. Þórey er auk þess hæfileikaríkur upplesari en hún tók þátt í Stóru upplestrarkeppninni í vor fyrir hönd Lágafellsskóla. Við hér í Bókasafninu óskum Þóreyju innilega til hamingju og hlökkum til að sjá hana oftar hér í safninu.
Meira ...

Októbergetraunin

01/10/19Októbergetraunin
Bangsar, bangsar, bangsar. Sætir bangsar, mjúkir bangsar, stórir bangsar, litlir bangsar, gamlir bangsar. Hver elskar ekki bangsa? Barnagetraunin okkar snýst að þessu sinni um bangsa í þekktum barnabókum. Komið við og takið þátt– einn heppinn þátttakandi fær bók í verðlaun.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira