logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Við byrjum aftur

31/08/18Við byrjum aftur
Nú er barnagetraun Bókasafnsins komin úr sumarfríi. Við vonum að þið hafið notið sumarsins og kynnst mörgum skemmtilegum bókum í fríinu. Á hringborðinu í barnadeildinni má finna spurningablað með þremur spurningum. Svarið þeim, merkið blaðið svo vel og vandlega og setjið í græna póstkassann. Í byrjun október verður dregið úr réttum svörum og einn heppinn krakki fær bók í verðlaun. Munið að starfsfólk Bókasafnsins er alltaf tilbúið að hjálpa ef þörf er á.
Meira ...

Leikhópurinn Lotta

27/08/18Leikhópurinn Lotta
Það var sannarlega líf og fjör í Bókasafni Mosfellsbæjar þann 24. ágúst síðastliðinn, þegar Leikhópurinn Lotta flutti Söngvasyrpu og skemmti 5 ára börnum
Meira ...

Leikhópurinn Lotta í Bókasafninu í dag kl. 10 og kl. 11

24/08/18Leikhópurinn Lotta í Bókasafninu í dag kl. 10 og kl. 11
Leikhópurinn Lotta í Bókasafninu kl. 10 og kl.11. Öll 5 ára börn velkomin.
Meira ...

Frá opnun sýningarinnar Frá móður til dóttur - frá dóttur til móður

13/08/18Frá opnun sýningarinnar Frá móður til dóttur - frá dóttur til móður
Mikið var um dýrðir á opnun sýningar Jóníar Jónsdóttur og Sigurlínu Jóhannsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar 3. ágúst sl. Sýningin fjallar um samband þeirra mæðgna og heitir Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður. Sýningargestir supu á freyðivíni og sódavatni á meðan þeir skoðuðu verkin sem eru af ýmsum toga; textílverk, vatnslitamyndir og innsetningar.
Meira ...

Sumarlestur 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar

07/08/18Sumarlestur 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar
Fyrsta þriðjudag í júní, júlí og ágúst í sumar var hittingur fyrir sumarlestrarkrakkana í Bókasafninu kl. 14.00. Við hittumst og spjölluðum; leystum þrautir og drógum út happdrættisvinninga.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira