logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Opnunartími 21. og 22. september

18/09/23
Vegna landsfundar Upplýsingar verður skertur afgreiðslutími í Bókasafni Mosfellsbæjar fimmtudaginn 21. september og föstudaginn 22. september. Þessa daga verður opið frá 14:00-18:00.
Meira ...

Septembergetraunin

04/09/23Septembergetraunin
Barnagetraun safnsins mætir úthvíld til leiks eftir gott sumarfrí og tekur nú við vaktinni af Sumarlestrinum sem leggst í dvala yfir veturinn. Að þessu sinni er spurt um sögupersónur sem bæði hafa komið fyrir í bókum og teiknimyndum. Getraunina má finna á sínum vanalega stað á gula borðinu í barnadeildinni. Í lok mánaðar verður einn heppinn þátttakandi sem svarar öllum spurningunum rétt verðlaunaður með bókagjöf.
Meira ...

Sýningaropnun Fjallaloft 11.8.2023

16/08/23Sýningaropnun Fjallaloft 11.8.2023
Fjölmenn sýningaropnun í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 11. ágúst. Henrik Chadwick Hlynsson opnaði fyrstu einkasýningu sína Fjallaloft. Sýningin samanstendur af málverkum af náttúru Íslands. Mikilfengleiki jökla og fjalla eru aðalviðfangsefni hans og tengir hann upplifun sína á þeim í verkin sín. Hann starfaði sem fjallaleiðsögumaður í tíu ár. Á þeim tíma myndaði hann sérstök tengsl við náttúruna og notar hann þá upplifun í verkin sín. Á ferðum sínum um jökla landsins safnar hann öskuvatni frá íshellum sem hann notar í verk sín og tengir þannig náttúruna inn í verkin. Verkin endurspegla hina stórbrotnu náttúru sem getur verið bæði hrikaleg og undurblíð í senn. Sýningin stendur til 8. september og er opin alla virka daga frá kl. 9-18 og 12-16 á laugardögum
Meira ...

Töfrasýning á uppskeruhátíð Sumarlesturs 24. ágúst kl. 17

15/08/23Töfrasýning á uppskeruhátíð Sumarlesturs 24. ágúst kl. 17
Við kveðjum Sumarlesturinn með stæl fimmtudaginn 24. ágúst kl. 17. Einar Aron töframaður kemur í heimsókn í safnið með töfrasýningu sem er stútfull af glensi og gaman.
Meira ...

Lokað á frídegi verslunarmanna 7. ágúst!

03/08/23Lokað á frídegi verslunarmanna 7. ágúst!
Lokað verður á frídegi verslunarmanna mánudaginn 7. ágúst!
Meira ...

Kortið í símann 📱

12/07/23
Nú er mögulegt að fá bókasafnskortið í farsímann. Lánþegar sækja kortið sjálfir með því að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða hafa samband við sitt bókasafn. Athugið að nota þarf “Smart Wallet” fyrir Android síma. Vinsamlegast notið QR kóðann á myndinni til að virkja kortið.
Meira ...

Sýningaropnun / Components

27/06/23
Verið velkomin á opnun sýningarinnar Components, föstudaginn 30. júní milli kl 16-18.
Meira ...

Ritsmiðja með Evu Rún Þorgeirsdóttur fyrir 10-12 ára börn

15/06/23Ritsmiðja með Evu Rún Þorgeirsdóttur fyrir 10-12 ára börn
Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur stýrði þessum flotta hópi í ritsmiðju á vegum bókasafnsins. Smiðjan tókst með eindæmum vel og aldrei að vita nema að þar hafi fæðst hugmyndir sem síðar komist á prent og hægt verði að fá að láni í Bókasafni Mosfellsbæjar í framtíðinni. Við þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir komuna og Evu Rún fyrir einstaklega skemmtilega smiðjustjórn.
Meira ...

Sumarlestur 2023

12/06/23Sumarlestur 2023
Ævintýrakortin eru komin í safnið! Við byrjum því Sumarlestur safnsins strax í dag. Við hvetjum alla unga lestrarhesta til að skunda í safnið og sækja sér kort. Í sumar söfnum við límmiðum fyrir lesnar bækur og að sjálfsögðu verða vikulegir vinningar í boði fyrir heppna þátttakendur sem skila inn bókaumsögn.
Meira ...

Sýningaropnun / Krókaleiðir

06/06/23Sýningaropnun / Krókaleiðir
Sýningin Krókaleiðir opnaði laugadaginn 27. maí og var margt um manninn á opnunardegi. Listakonunnar Sigurrós Björnsdóttir og Halla Einarsdóttir sýna samblöndu af verkum sem eiga það sameiginlegt að snerta á frásagnarkrafti hluta, minnum innan þekktra frásagnaaðferða og því margslungna ferli að setja sig inn í hin ýmsu hlutverk. Sýningin stendur til og með 23. Júní.
Meira ...

Síða 1 af 3

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira