Fréttir eftir mánuðum
Janúarvinningshafi
25/02/19
Emma Karen Helgadóttir er fyrsti vinningshafinn í barnagetrauninni á þessu ári. Hún er 9 ára (verður 10 ára í mars) og er í 4. bekk í Krikaskóla. Hún kemur til okkar í Bókasafnið með skólanum og vinkonunum þess utan. Emmu Karen finnst svo margar bækur skemmtilegar að hún getur ómögulega valið hver er í uppáhaldi, kannski á hún bara enn eftir að finna hana. Emma Karen hefur æft bæði fimleika og fótbolta en er núna að leita sér að nýrri íþrótt til að stunda. Hún fékk bókina Silfurlykilinn eftir Sigrúnu Eldjárn í verðlaun. Við óskum Emmu Karen til hamingju!
Meira ...Feðgar kanna fossa
19/02/19
Föstudaginn 22. febrúar kl. 16-18 verður opnuð sýningin tómir fossar í Listasal Mosfellsbæjar. tómir fossar er samsýning feðganna Björns Hauks Pálssonar og Páls Hauks Björnssonar. Björn Haukur er stýrimaður að mennt og sýnir nú í fyrsta sinn en Páll Haukur er menntaður í myndlist og hefur verið virkur í sýningarhaldi bæði hérlendis og erlendis. Á sýningunni munu natúralískar myndir föðurins eiga samtal við abstraktverk sonarins svo úr verður nokkurs konar tvöfalt landslag þar sem fossar eru í aðalhlutverki. Sýningunni lýkur 22. mars. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Meira ...Safnanæturævintýrið!
18/02/19
Bókasafnið og Listasalurinn voru í þriðja sinn með í hinu árlega Safnanæturævintýri. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Gunnar Helgason skemmti börnum og foreldrum af sinni alkunnu snilld og svo var endað með sítrónuekkigrettukeppni. Myndum var póstað á facebooksíðu Bókasafnsins af keppninni og myndin af þeim sem fær flestu lækin fær smá glaðning.
Meira ...Safnanótt - dagskrá 8. febrúar 2019
08/02/19
Safnanótt - dagskrá föstudaginn 8. febrúar 2019.
Meira ...Febrúargetraunin
08/02/19
Við minnum á að nú er komin ný getraun. Hún er sem fyrr staðsett á hringborðinu í barnadeildinni. Svara þarf þremur spurningum, merkja blaðið vel og vandlega og stinga því í gráa póstkassann. Þá ertu komin(n) í pottinn og gætir unnið bók. Gangi þér vel!
Meira ...