logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

LISTASALUR - EMM – „Mörður hét maður...“ - frá opnun

19/12/17LISTASALUR - EMM – „Mörður hét maður...“  - frá opnun
Það var margt um manninn á opnun sýningarinnar EMM – „Mörður hét maður...“ í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 2. desember. Þar sýnir Kristín María Ingimarsdóttir málverk og hreyfimyndir sem innblásin eru af handriti Njálu og upphafsstöfum þess. Á opnuninni var boðið upp á léttar veitingar, m.a. M&M sem rímaði vel við heiti sýningarinnar. Dóttir Kristínar, Guðrún Ýr, söng og spilaði á flygilinn og meðlimir kórsins Söngfjelagið tóku lagið undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og stendur til 30. desember. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Meira ...

BÓKASAFN - Jólapakki fyrir þig!

15/12/17BÓKASAFN - Jólapakki fyrir þig!
Í hverjum pakkar er bók sem kemur þér á óvart. Svo er henni skilað eins og öðrum bókum að lestri loknum. Gleðileg jól
Meira ...

BÓKASAFN - Vinningshafinn í nóvembergetrauninni

11/12/17BÓKASAFN - Vinningshafinn í nóvembergetrauninni
Nýjasti vinningshafinn í barnagetrauninni okkar er Jenný Ísabel Sindradóttir, níu ára nemandi í Varmárskóla. Vinningurinn er að þessu sinni bókin Lukka og hugmyndavélin í svakalegum sjávarháska eftir Mosfellinginn Evu Rún Þorgeirsdóttur. Jenný er fjölhæf stelpa, því auk þess að vera lestrarhestur mikill spilar hún á saxófón
Meira ...

BÓKASAFN - Í brennidepli: Jóla hvað? Desember 2017

06/12/17BÓKASAFN - Í brennidepli: Jóla hvað? Desember 2017
Desember í aðdraganda jólahátíðar er oft annasamur tími fyrir flesta, en stundum getur verið gott að gleyma sér aðeins, láta fara vel um sig og kíkja í bók. Bækurnar í brennidepli hafa að þessu sinni einhverja tengingu eða tilvísun í jól, allt frá skáldsögum, glæpasögum og ævisögum til fræði-, ljóða- og hljóðbóka. Oft getur verið skemmtilegt fyrir fjölskylduna að hlusta saman á hljóðbók, jafnvel á meðan verið er að baka, skreyta eða pakka inn gjöfum. Þá eru Íslenskar þjóðsögur úr safni Jóns Árnasonar alltaf klassískar; ekki síst Álfa- og jólasögur. Upplesnar sígildar jólasögur og Upplesnar sígildar jólasögur á aðventunni eru klassískar jólasögur frá ýmsum löndum sem gefa einstaka stemningu í skammdeginu.
Meira ...

BÓKASAFN - Leshópur eldri borgara

05/12/17BÓKASAFN - Leshópur eldri borgara
Leshópur eldri borgara hittist í Bókasafninu þann 4. desember en Kristín Steinsdóttir rithöfundur kom og sagði frá bókum sínum með sérstaka áherslu á bókina Á eigin vegum sem hópurinn las. Þetta var afskaplega ánægjuleg og skemmtileg stund. Næst hittumst við 8. janúar að Eirhömrum en þá ræðum við bókina Ljósmóðurina eftir Eyrúnu Ingadóttur.
Meira ...

BÓKASAFN - Desembergetraun

04/12/17BÓKASAFN - Desembergetraun
Nú er komið að síðustu getraun ársins. Að þessu sinni er spurt um jólin og konunglega fíla. Spurningablaðið er sem fyrr staðsett á hringborðinu í barnadeildinni. Tilkynnt verður um vinningshafann í janúarbyrjun og fær hann bók í verðlaun. Munið að starfsfólk Bókasafnsins er tilbúið að aðstoða ef ykkur vantar hjálp. Góða skemmtun og gangi ykkur vel!
Meira ...

LISTASALUR - EMM – „Mörður hét maður“

28/11/17LISTASALUR - EMM – „Mörður hét maður“
SÝNING KRISTÍNAR MARÍU INGIMARSDÓTTUR Í LISTASAL MOSFELLSBÆJAR. EMM – „Mörður hét maður...“, er heiti myndlistarsýningar Mosfellingsins Kristínar Maríu Ingimarsdóttur sem verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 2. desember kl. 15. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar og stendur til 30. desember. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Meira ...

BÓKASAFN - Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar

15/11/17BÓKASAFN - Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar
Fullt var út úr dyrum á Bókmenntahlaðborði Bókasafnsins í ár og met slegið í fjölda gesta en samtals voru um 360 manns í salnum. Kolbeinn Tumi Haraldsson lék ljúfa tóna á flygilinn meðan fólk beið eftir að veislan hæfist. Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stjórnaði umræðum af sinni alkunnu snilld, eins og hún hefur gert sl. 12 ár
Meira ...

BÓKASAFN - Leshópur eldri borgara

13/11/17BÓKASAFN - Leshópur eldri borgara
Hittumst næst í Bókasafninu þann 4. desember kl. 10:30 en þá kemur Kristín Steinsdóttir og spjallar við okkur um bækur sínar með sérstaka áherslu á bókina Á eigin vegum . Höldum áfram að lesa bækur eftir Kristínu, hægt að velja um nokkuð margar. Hún hefur skrifað bæði fyrir börn og fullorðna.
Meira ...

BÓKASAFN - Verðlaunahafi í októbergetrauninni

08/11/17BÓKASAFN - Verðlaunahafi í októbergetrauninni
Það var glöð stelpa, Tera Viktorsdóttir, sem kom í Bókasafnið að sækja bókarverðlaunin sín en Tera sigraði í októbergetrauninni okkar. Tera er tíu ára gömul og gengur í Lágafellsskóla. Hún hefur verið dugleg að mæta í Bókasafnið með mömmu sinni undanfarið og það borgaði sig svo sannarlega.
Meira ...

Síða 1 af 8

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira