logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Desembergetraunin

30/11/18Desembergetraunin
Í hverjum mánuði hefst ný barnagetraun í Bókasafni Mosfellsbæjar og nú er komið að desembergetrauninni. Í þetta sinn er spurt um mánaðardaga, háværa jólasveina og ævintýri þar sem töfraspegill kemur við sögu. Spurningablaðið má finna á hringborðinu í barnadeildinni og skal skila því útfylltu í gráa póstkassann. Haft verður samband við vinningshafann í upphafi nýs árs.
Meira ...

Vel mætt á Bókmenntahlaðborð 2018

20/11/18Vel mætt á Bókmenntahlaðborð 2018
Að vanda var vel mætt á Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar og hlýddu um 330 gestir á lestur úr glænýjum jólabókum í notalegu umhverfi Bókasafnsins. Áður en dagskrá hófst léku Sigurjón Alexandersson og Ingi Bjarni Skúlason ljúfa tóna á gítar og flygil.
Meira ...

Ljóðræn hádramatík í Listasal Mosfellsbæjar

19/11/18Ljóðræn hádramatík í Listasal Mosfellsbæjar
Þann 10. nóvember síðastliðinn var ljóðalestur í Listasal Mosfellsbæjar í tengslum við sýningu Kristínar Tryggvadóttur, Áfram streymir. Ljóðskáldin Anna Karin Júlíussen og Sigríður Ólafsdóttir fluttu ljóð til skiptis sem rímuðu fallega saman þótt þær séu að mörgu leyti ólík skáld. Sú fyrrnefnda beitir frjálsri aðferð en sú síðarnefnda heldur sig við gömlu reglurnar um stuðla, höfuðstafi og endarím. Auk þess flutti Anna Karin ljóð sem voru sérstaklega samin til verka Kristínar, las til þeirra og færði þeim rauðar rósir. Að lokum var boðið upp á léttar veitingar. Um 50 manns hlýddu á lesturinn og báru þessari ljóðrænu listastund vel söguna.
Meira ...

Vinningshafi í októbergetrauninni

12/11/18Vinningshafi í októbergetrauninni
Max Tristan Antonsson sigraði í októbergetraun Bókasafnsins. Hann er í 3. bekk í Lágafellsskóla og æfir fótbolta í frístundum. Max Tristan heldur mikið upp á bækurnar um Kaftein ofurbrók en finnst Kiddi klaufi líka skemmtilegur. Hann gleymir sér alveg við lesturinn þegar hann kemst í góða bók. Við vonum að það verði einnig raunin með bókina Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar vísindamann en það er einmitt bókin sem hann fékk í verðlaun. Til hamingju, Max Tristan!
Meira ...

Næst er það nóvembergetraunin

06/11/18Næst er það nóvembergetraunin
Í getraun mánaðarins er spurt um ræningjadætur, stráka sem lenda í hversdagsævintýrum og frumskógarkonunga. Taktu þátt með því að mæta í Bókasafnið, fylla út spurningablaðið og setja það í gráa póstkassann. Dregið verður úr réttum svörum í byrjun desember.
Meira ...

Í brennidepli: Myrkir glæpir og enn dekkri sálir

06/11/18Í brennidepli: Myrkir glæpir og enn dekkri sálir
Veturinn nálgast og skammdegið færist yfir, fullkominn tími til að kveikja á kertum og lesa bók sem fær kalt vatn til að renna milli skinns og hörunds. Hrollvekja eða taugatrekkjandi spennutryllir í söguformi, eitthvað sem veldur skelfingu, hryllingi eða andstyggð. Slíkar sögur hafa verið sagðar frá örófi alda og hafa verið stór hluti þjóðsagna víðsvegar. Í sögunum má finna yfirnáttúruleg fyrirbæri eins og drauga, nornir og vampírur, eða eitthvað raunsætt sem vekur sálrænan ótta eða spennu hjá lesendum.
Meira ...

Bókmenntahlaðborð barnanna 2018

05/11/18Bókmenntahlaðborð barnanna 2018
Bókmenntahlaðborð barnanna í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 17. nóvember kl. 13.30
Meira ...

Áfram streymir - frá opnun

05/11/18Áfram streymir - frá opnun
Mannmargt var á opnun sýningarinnar Áfram streymir í Listasal Mosfellsbæjar 27. október sl. Þar sýnir Kristín Tryggvadóttir stór blekverk, og vísar titill sýningarinnar í flæði bleksins á myndfletinum. Kristín hefur verið virk í listheiminum í áratugi og sýnt bæði hérlendis og erlendis t.d. á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Verk Kristínar spegla gjarnan áhuga hennar á hinum óræðu og mikilfenglegu náttúruöflum, hinum smæstu og stærstu, þar sem gífurlegir kraftar takast á og skilja eftir sig mikla fegurð. Sýning er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!
Meira ...

Bókmenntahlaðborð 2018

02/11/18Bókmenntahlaðborð 2018
Bókmenntahlaðborð í Bókasafni Mosfellsbæjar fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20-22
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira