Fréttir eftir mánuðum
LISTASALUR - EMM – „Mörður hét maður“
28/11/17
SÝNING KRISTÍNAR MARÍU INGIMARSDÓTTUR Í LISTASAL MOSFELLSBÆJAR.
EMM – „Mörður hét maður...“, er heiti myndlistarsýningar Mosfellingsins Kristínar Maríu Ingimarsdóttur sem verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 2. desember kl. 15. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar og stendur til 30. desember. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Meira ...BÓKASAFN - Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar
15/11/17
Fullt var út úr dyrum á Bókmenntahlaðborði Bókasafnsins í ár og met slegið í fjölda gesta en samtals voru um 360 manns í salnum. Kolbeinn Tumi Haraldsson lék ljúfa tóna á flygilinn meðan fólk beið eftir að veislan hæfist. Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stjórnaði umræðum af sinni alkunnu snilld, eins og hún hefur gert sl. 12 ár
Meira ...BÓKASAFN - Leshópur eldri borgara
13/11/17.png?proc=150x150)
Hittumst næst í Bókasafninu þann 4. desember kl. 10:30 en þá kemur Kristín Steinsdóttir og spjallar við okkur um bækur sínar með sérstaka áherslu á bókina Á eigin vegum . Höldum áfram að lesa bækur eftir Kristínu, hægt að velja um nokkuð margar. Hún hefur skrifað bæði fyrir börn og fullorðna.
Meira ...BÓKASAFN - Verðlaunahafi í októbergetrauninni
08/11/17
Það var glöð stelpa, Tera Viktorsdóttir, sem kom í Bókasafnið að sækja bókarverðlaunin sín en Tera sigraði í októbergetrauninni okkar. Tera er tíu ára gömul og gengur í Lágafellsskóla. Hún hefur verið dugleg að mæta í Bókasafnið með mömmu sinni undanfarið og það borgaði sig svo sannarlega.
Meira ...LISTASALUR - Augnablik - frá opnun
06/11/17Sýning Ingu Rósu Loftsdóttur, Augnablik, var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Fjöldi manns mætti á opnunina og vöktu vatnslitamyndir listamannsins mikla lukku.
Meira ...BÓKASAFN - Í brennidepil: BANDARÍSKAR BÓKMENNTIR III. hluti
06/11/17
Bókmenntir frumbyggja Ameríku byggjast á hefðbundnum munnmælasögum og ritum sem skráð voru með aldagömlu myndletri og táknum. Sögumenn báru frásagnarhefðina áfram í gegnum aldirnar, og hún lifir áfram í verkum margra nútímahöfunda Bandaríkjanna af ættum frumbyggja.
Meira ...BÓKASAFN - Nóvembergetraunin
03/11/17
Nóvembergetraunin er mætt í Bókasafnið. Spurningablaðið er sem fyrr staðsett á hringborðinu í barnadeildinni. Skilið því útfylltu í græna póstkassann til að eiga möguleika á að fá veglega bókargjöf. Tilkynnt verður um verðlaunahafa í byrjun desember. Gangi ykkur vel!
Meira ...