logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Uppskeruhátíð sumarlesturs fimmtudaginn 25. ágúst kl. 16:30

15.08.2022 13:50
Nú fer sumarlestursátaki bókasafnsins senn að ljúka og því ekki úr vegi að fagna frábærum árangri þátttakenda í sumar. Fimmtudaginn 21. ágúst fer fram uppskeruhátíð sumarlesturs í bókasafninu og byrjar dagskráin kl. 16:30. Bjarni Fritzson rithöfundur kemur í heimsókn og les upp úr bókunum sínum. Húlladúllan mætir svo á svæðið með alls kyns sirkusdót og kennir okkur öll helstu húllatrixin á torginu fyrir framan safnið. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og öll velkomin.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira