logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Virðum bilið og hugum að persónulegum sóttvörnum!

26/07/21Virðum bilið og hugum að persónulegum sóttvörnum!
Virðum bilið og hugum að persónulegum sóttvörnum!
Meira ...

Breyting á sýningartíma í Listasal

19/07/21Breyting á sýningartíma í Listasal
Í Listasal Mosfellsbæjar stendur nú yfir sýningin vatnaveran mín eftir listahópinn SÚL_VAD. Vegna óviðráðanlegra orsaka mun sýningunni ljúka kl. 16 föstudaginn 23. júlí í stað 30. júlí eins og auglýst var. Við biðjumst velvirðingar á þessu og hvetjum fólk sem hafði hug á að skoða sýninguna í næstu viku til að mæta í þessari viku í staðinn.
Meira ...

vatnaveran mín - sýningaropnun

16/07/21vatnaveran mín - sýningaropnun
Föstudaginn 2. júlí var opnun á sýningunni vatnaveran mín. Verkin eru eftir listatvíeyki sem kallar sig SÚL_VAD en það er skipað myndlistarkonunni Ásdísi Birnu Gylfadóttur og tónskáldinu Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Þær eru æskuvinkonur frá Mosfellsbæ sem hófu listrænt samstarf árið 2017 með stofnun SÚL_VAD. Á sýningunni er draumkenndum og blátóna myndbandsverkum Ásdísar varpað á veggi listasalarins og í rýminu ómar fimm kafla tónverk Ragnheiðar sem samið er fyrir þverflautu, rödd og rafhljóð. Til að skapa sem besta upplifun er dyrum Listasalarins lokað en gestir eru hvattir til að vera óhræddir við að opna hurðina og smeygja sér innfyrir. Lokadagur sýningar er 30. júlí.
Meira ...

Origami-smiðja í Bókasafninu

07/07/21Origami-smiðja í Bókasafninu
Í gær fór fram stórskemmtileg og einstaklega vel heppnuð Origami-smiðja í Bókasafninu. Smiðjustjóri var Guðrún Helga Halldórsdóttir, formaður íslensk japanska félagsins og með henni í för voru tveir sjálfboðaliðar frá japanska sendiráðinu á Íslandi. Fiskabúrið, salur safnsins, var fljótt að fyllast af hinum ýmsu dýrum og hlutum úr pappír; hundum, fuglum, froskum, stjörnum og hljóðfærum svo eitthvað sé nefnt. Arigato gozaimasu!
Meira ...

Marglyttur svífa í Listasal Mosfellsbæjar

21/06/21Marglyttur svífa í Listasal Mosfellsbæjar
Föstudaginn 28. maí opnaði Iða Brá Ingadóttir sýninguna VERA í Listsal Mosfellsbæjar. Sýningin er innsetning unnin úr blönduðum miðlum. Á veggjunum eru draumkenndar ljósmyndir og úr loftinu hanga glitrandi marglyttur. Á gólfinu er rúm sem sýningargestum býðst að setjast í og upplifa sýninguna í ró og næði. Sýningin er hugsuð sem nokkurs konar vin í amstri dagsins, heilunarstaður og rými til djúpslökunar. Opið er virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 12-16.
Meira ...

Stórskemmtilegri ritsmiðju lokið

21/06/21Stórskemmtilegri ritsmiðju lokið
Stórskemmtileg Harry Potter ritsmiðja fór fram í Bókasafninu í síðustu viku! Smiðjustjóri var engin önnur en Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur. Smiðjan heppnaðist einstaklega vel og voru þátttakendur mjög áhugasamir og uppfullir af sniðugum hugmyndum.
Meira ...

Bókasafnið er lokað 17. júní

16/06/21Bókasafnið er lokað 17. júní
Bókasafnið er lokað 17. júni. Gleðilega hátíð!
Meira ...

Dr. Bæk sótti Bókasafnið heim á dögunum

14/06/21Dr. Bæk sótti Bókasafnið heim á dögunum
Dr. Bæk sótti Bókasafnið heim á dögunum. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið hjólreiðahvetjandi komu ansi margir bæjarbúar í safnið og nýttu sér þjónustu doktorsins. Eins nýttu margir tækifærið og skráðu sig í Sumarlestur sem er lestrarátak safnsins yfir sumarmánuðina.
Meira ...

Bókasafnið verður opnað kl. 12:00 þriðjudaginn 1. júní vegna starfsdags

01/06/21
Bókasafnið verður opnað kl. 12:00 þriðjudaginn 1. júní vegna starfsdags Bókasafns Mosfellsbæjar.
Meira ...

Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2022

05/05/21
Listasalur Mosfellsbæjar er í hjarta bæjarins, staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningar standa að jafnaði um fjórar vikur. Salurinn er lánaður endurgjaldslaust. Öllum umsóknum svarað.
Meira ...

Síða 1 af 3

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira