logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Gleðileg jól

23/12/21Gleðileg jól
Starfsfólk Bókasafnsins óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum góð og farsæl samskipti á árinu sem senn kveður.
Meira ...

Afgreiðslutími Bókasafns Mosfellsbæjar um hátíðarnar

14/12/21Afgreiðslutími Bókasafns Mosfellsbæjar um hátíðarnar
Bókasafn Mosfellsbæjar um hátiðarnar
Meira ...

Desembergetraunin

01/12/21Desembergetraunin
Búið er að setja upp síðustu barnagetraun ársins í barnadeildinni. Það er því um að gera að kíkja við í Bókasafninu og spreyta sig á nokkrum laufléttum spurningum í anda jólanna. Á nýju ári verður dregið úr réttum svörum og einn heppinn þátttakandi fær bók í verðlaun. Ekki hika við að spyrja starfsfólk Bókasafnsins ef ykkur vantar aðstoð.
Meira ...

Rafrænt bókmenntahlaðborð 2021 í Bókasafni Mosfellsbæjar!

26/11/21Rafrænt bókmenntahlaðborð 2021 í Bókasafni Mosfellsbæjar!
Rafrænt bókmenntahlaðborð 2021 í Bókasafni Mosfellsbæjar! Upptakan er aðgengileg á facebook síðu Bókasafnsins
Meira ...

Bókmenntahlaðborð í rafheimum

15/11/21Bókmenntahlaðborð í rafheimum
Okkur þykir leitt að tilkynna að vegna hertra samkomutakmarkana verður ekki unnt að bjóða til hefðbundins bókmenntahlaðborðs í Bókasafni Mosfellsbæjar. Bókmenntahlaðborðið átti að halda fimmtudaginn 18. nóvember. Bókaaðdáendum gefst þó kostur á að njóta upplesturs höfunda á upptöku, sem verður auglýst innan skamms á samfélagsmiðlum og heimasíðu bókasafnsins.
Meira ...

Nóvembergetraunin

01/11/21Nóvembergetraunin
Verður þú næsti vinningshafi í barnagetraun Bókasafnsins? Ný getraun er mætt í barnadeildina með spánnýjum spurningum um fugla. Getraunin er staðsett á gula hringborðinu að venju og við hvetjum þig til að koma og taka þátt. Mundu að starfsfólk safnsins er tilbúið að hjálpa ef þig vantar aðstoð.
Meira ...

Hugið vel að skiladegi

28/10/21
Vegna bilunar í tölvubúnaði getur verið að rukkunarbréf berist ekki í netpósti næstu daga. Vinsamlegast hugið vel að skiladegi safngagna
Meira ...

Gísli Marteinn og Tinni í Bókasafninu sl. fimmtudag

22/10/21Gísli Marteinn og Tinni í Bókasafninu sl. fimmtudag
Gísli Marteinn var með skemmtilegan og áhugaverðan fyrirlestur um Tinna bækurnar í Bókasafninu fimmtudaginn 21. október. Góður hópur áhugasamra Tinna aðdáenda mætti.
Meira ...

Októbergetraunin

01/10/21Októbergetraunin
Barnagetraunin mætir eldhress til leiks og fer nú um víðan völl, allt frá nærbuxum til furðudýra. Að venju hlýtur einn stálheppinn þátttakandi verðlaun. Ekki hika við að spyrja starfsfólk Bókasafnsins ef ykkur vantar aðstoð.
Meira ...

Safnið lokað fyrir hádegi 23. og 24. september

20/09/21Safnið lokað fyrir hádegi 23. og 24. september
Bókasafnið verður ekki opið án þjónustu fyrir hádegi á fimmtu- og föstudag í þessari viku (23. og 24. september). Afgreiðslutími safnsins verður frá kl. 12-18 báða dagana.
Meira ...

Síða 1 af 4

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira