logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Þjónusta


Almenningsbókasöfn eru athvarf þar sem almenningur kemur á eigin forsendum. 
Þau eru stundum nefnd síðasta gjaldfría athvarf samtímans og “þriðji staðurinn”, sem sagt hvorki heimili né vinna.

Í Bókasafni Mosfellsbæjar er hringiða menningar, lista og samskipta, og oft skemmtilegur erill sem reynir á samspil sveigjanleika og skipulags.

Í safninu hittist fólk þvert á aldur, menningu, menntun og félagslega stöðu, og býðst jafnt aðgengi að bókmenntum, sögu, fræðslu, listum og afþreyingu.

Bókasafnið opnar börnum ævintýraheim og örvar lestrargetu þeirra og áhuga á yndislestri. Auk þess fá börn þar kennslu í heimildaleit og upplýsingalæsi.

Bókasafn Mosfellsbæjar starfar samkvæmt bókasafnalögum frá 2012 og stefnu bæjarins í menningarmálum.

Listasalur Mosfellsbæjar er hluti af Bókasafninu.
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira