logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

LISTASALUR – Vetrardans

23/01/17LISTASALUR – Vetrardans
Laugardaginn 21. janúar opnaði Georg Douglas sýningu sína Vetrardans í Listasal Mosfellsbæjar. Fjölmenni var við opnunina og gerður góður rómur að myndunum sem eru litríkar olíumyndir með dansþema.
Meira ...

BÓKASAFN: Fræðslufundur

20/01/17BÓKASAFN: Fræðslufundur
Fyrsti fræðslufundur ársins í Bókasafni Mosfellsbæjar var í gær 19. janúar. Þá sagði Þrúður Hjelm skólastjóri Krikaskóla frá skólastarfi þar og hugmyndafræðinni á bak við skólann. Við í Bókasafninu verðum gjarnan vör við nemendur Krikaskóla því þau heimsækja okkur á þriggja vikna fresti til að skipta um lesefni til yndislestrar. Í haust vakti athygli að börnin í Krikaskóla voru mætt í Bókasafnið nokkrum dögum áður en aðrir skólar hófu starf.
Meira ...

BÓKASAFN - Heimanámsaðstoð Rauða Krossins

17/01/17BÓKASAFN - Heimanámsaðstoð Rauða Krossins
Sjálfboðaliðar aðstoða börn í 1-10. bekk á þriðjudögum klukkan 14-16:30 í Bókasafni Mosfellsbæjar. Starfið hefst aftur eftir jólafrí þann 17. janúar 2017. Öll börn eru velkomin en við viljum ekki síst benda foreldrum og kennurum barna með námsörðugleika og barna sem hafa íslensku sem annað tungumál að hér er upplagt tækifæri til þess að læra heima og fá aðstoð eftir þörfum.
Meira ...

BÓKASAFN - FRÆÐSLUFUNDUR

16/01/17BÓKASAFN - FRÆÐSLUFUNDUR
Fræðslufundir verða reglulega í Bókasafninu fram á vor. Á fyrsta fræðslufundinn kemur Þrúður Hjelm skólastjóri og segir okkur frá Krikaskóla. Fræðslufundurinn er í Bókasafninu fimmtudaginn 19. janúar kl. 16:30-17:30.
Meira ...

BÓKASAFN - Hugi Tór vann!

13/01/17BÓKASAFN - Hugi Tór vann!
Verðlaunahafinn í getrauninni okkar er Hugi Tór Haraldsson sem er 11 ára gamall og gengur í Lágafellsskóla. Hann fékk í verðlaun bókina Úlfur og Edda: Dýrgripurinn eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur sem kom út nú fyrir jólin. Það er gaman að segja frá því að ein getraunarspurningin í þetta sinn var með óvenjulegu sniði en hún hljóðaði svo: Ef þú ætlaðir að skrifa bók, hvað ætti hún að heita? Ekki stóð á svari hjá Huga Tór og hann kom með hinn stórskemmtilega titil Geit skeit í sveit. Óvíst er hvort Hugi Tór hyggst skrifa bókina en við hér í Bókasafninu værum alveg til í að lesa bók um klaufdýr sem fer út fyrir borgarmörkin og þarf á salernið.
Meira ...

BÓKASAFN - í Brennidepli: HOLLENSKAR BÓKMENNTIR

03/01/17BÓKASAFN - í Brennidepli: HOLLENSKAR BÓKMENNTIR
Vindmyllur, tréklossar, flatlendi, síki, túlípanar og hjólreiðastígar, Van Gogh, Rembrandt og Vermeer, er meðal þess sem kemur upp í hugann þegar Holland ber á góma. Á sviði bóka er það Dagbók Önnu Frank (1929-1945) frá seinni heimsstyrjöldinni, áhrifamikil og ómetanleg heimild um aðstæður gyðinga og ofsóknir nasista á hendur þeim. Hollenskar bókmenntir koma hins vegar víðar að, frá Belgíu, Suriname í Suður Ameríku, hollenskum eyjaklasa í Karíbahafi. Einnig frá svæðum þar sem áður var töluð hollenska, eins og Frakklandi, Suður Afríku og Indónesíu. Frá upphafi miðalda var mállýska alþýðunnar, hollenska, einskorðuð við óskráða sagnahætti og þjóðlagasöngva. Elstu minjar ritaðra texta gömlu tungunnar eru sálmar frá upphafi 10. aldar.
Meira ...

BÓKASAFN - Nýtt ár – ný getraun

03/01/17BÓKASAFN - Nýtt ár – ný getraun
Nú er komið nýtt ár og við höldum áfram með getraunina okkar. Til að eiga möguleika á að vinna bók þarftu að fylla út spurningablað sem er á hringborðinu í barnadeildinni. Spurningarnar tengjast allar barnabókum og öðru efni sem finna má í Bókasafninu. Dregið verður í byrjun febrúar og vinningshafinn tilkynntur hér á heimasíðunni. Taktu endilega þátt og láttu vini þína vita!
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira