logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Vel heppnuð ritsmiðja

27/06/22Vel heppnuð ritsmiðja
Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur stýrði þessum flotta hópi í ritsmiðju á vegum bókasafnsins fyrr í þessum mánuði. Eins og við var að búast tókst smiðjan með eindæmum vel og aldrei að vita nema að þar hafi fæðst hugmyndir sem síðar komist á prent og hægt verði að fá að láni í Bókasafni Mosfellsbæjar í framtíðinni.
Meira ...

Nýtt bókasafnskerfi, ný innskráning á leitir.is og í sjálfsafgreiðslu

15/06/22Nýtt bókasafnskerfi, ný innskráning á leitir.is og í sjálfsafgreiðslu
Nýja bókasafnskerfið er orðið virkt en það er en nokkur atriði í vinnslu. Vefurinn leitir.is hefur verið uppfærður og því þurfa lánþegar að úbúa nýtt lykilorð til að nota vefinn. Sendur var út tölvupóstur til lánþega þriðjudaginn 14. júní með leiðbeiningum um hvernig á að breyta lykilorðinu.
Meira ...

Sumarlestur í Bókasafni Mosfellsbæjar 10. júní - 26. ágúst 2022

10/06/22Sumarlestur í Bókasafni Mosfellsbæjar 10. júní - 26. ágúst 2022
Boðið verður upp á árlegan Sumarlestur í bókasafninu í sumar. Markmiðið með lestrarátakinu er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu, viðhalda þannig lestrarfærni sinni og auka við hana. Hægt er að skrá sig í afgreiðslu safnsins frá og með 10. júní. Eftir vel lukkað lestrartré síðasta sumar gerumst við enn metnaðarfyllri í ár og ætlum með hjálp dyggra lestrarhesta að endurskapa sjálfan Miðgarðsorminn í afgreiðslu safnsins. Líkt og síðustu sumur efnum við til happdrættis vikulega og höldum að sjálfsögðu uppskeruhátíð að Sumarlestrinum loknum.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira