logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Vinalegar vörður

26/04/22Vinalegar vörður
Sýningin Wörður, vinur mínar var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar 22. apríl sl. Á sýningunni eru ofnar myndir eftir textíllistakonuna Önnu Maríu Lind Geirsdóttur. Viðfangsefni verkanna eru vörður, ekki síst vörður á Mosfellsheiði. Myndirnar vefur Anna María úr ýmsum tuskum, ónýtum klæðnaði og sængurfötum í anda endurnýtingar og náttúruverndar.
Meira ...

Afgreiðslutími um páskana

06/04/22Afgreiðslutími um páskana
Afgreiðslutími um páskana
Meira ...

Eldfjalladýrð

01/04/22Eldfjalladýrð
Guðmundur Óli Pálmason opnaði sýninguna Volcanoroids í Listasal Mosfellsbæjar 18. mars sl. Til sýnis eru ljósmyndir af eldgosinu í Fagradalsfjalli. Guðmundur Óli tekur ljósmyndirnar á útrunnar polaroid flysjufilmur og í framköllunarferlinu notar hann ýmis efni sem hafa óvænt og spennandi áhrif á lokaútkomuna. Ljósmyndirnar eru síðan færðar yfir í tölvu, stækkaðar upp og prentaðar út.
Meira ...

Aprílgetraunin

01/04/22Aprílgetraunin
Í barnagetraun mánaðarins er vináttan í hávegum höfð en að þessu sinni rifjum við upp nokkur þekkt barnamenningartvíeyki. Það er því kjörið fyrir góða vini að trítla í bókasafnið og taka þátt. Að sjálfsögðu munum við verðlauna einn heppinn þátttakanda þegar getrauninni lýkur. Eins og alltaf er starfsfólk safnsins boðið og búið að aðstoða alla þá sem hafa áhuga á að spreyta sig. Sjáumst í safninu!
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira