logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Vinningshafi í marsgetraun Bókasafnsins

28/05/18Vinningshafi í marsgetraun Bókasafnsins
Hin 12 ára gamla Ísold Emma Ívarsdóttir er vinningshafinn í marsgetraun Bókasafns Mosfellsbæjar. Hún fékk í verðlaun bókina Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur. Bróðir hennar, Jökull Nói, var svo elskulegur að sækja vinninginn fyrir systur sína því hún var upptekin á ballettæfingu. Ísold Emma og Jökull Nói eru einmitt að fara í Konunglega ballettskólann í Kaupmannahöfn og munu taka þátt í sýningu á hans vegum. Greinilega hæfileikaríkir krakkar hér á ferð!
Meira ...

Bókaverðlaun barnanna

25/05/18Bókaverðlaun barnanna
Bókaverðlaun barnanna voru veitt nýverið. Amma best eftir Gunnar Helgason var kosin besta frumsamda bókin, Dagbók Kidda klaufa - furðulegt ferðalag besta þýdda bókin og Blái hnötturinn besta leiksýningin. Við í Bókasafni Mosfellsbæjar veittum líka okkar eigin verðlaun og fengu þrír krakkar sem tóku þátt í kosningunni bókina Af hverju ég? eftir Hjalta Halldórsson. Þetta eru Katla Birgis frá Varmárskóla, Lilja Dís frá Lágafellsskóla og Ólöf Sæunn frá Krikaskóla. Til hamingju, stelpur!
Meira ...

Kristján og Loji umpotta

22/05/18Kristján og Loji umpotta
Föstudaginn 11. maí síðastliðinn var opnuð samsýningin Kristján og Loji umpotta í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin er hluti af hátíðinni List án landamæra. Kristján Ellert Arason er fæddur árið 1958 og hefur síðustu níu ár unnið að myndlist á vinnustofum Sólheima. Loji Höskuldsson fæddist árið 1987 og er með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Frá haustinu 2017 hafa þessir tveir listamenn unnið að verkum fyrir sýninguna Kristján og Loji umpotta.
Meira ...

Styrmir Örn Sigurþórsson er vinningshafinn í aprílgetrauninni okkar.

18/05/18Styrmir Örn Sigurþórsson er vinningshafinn í aprílgetrauninni okkar.
Styrmir Örn Sigurþórsson er vinningshafinn í aprílgetrauninni okkar. Styrmir Örn er fjögurra ára og er í leikskólanum Bergi á Kjalarnesi. Hann fær í verðlaun bókina Gilitrutt: Barnaópera.
Meira ...

Hundar sem hlusta í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 26. maí 2018

14/05/18Hundar sem hlusta í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 26. maí 2018
Í samstarfi við félagið Vigdísi - Vini gæludýra á Íslandi býður Bókasafnið börnum að koma í safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda, sem eru sérstaklega þjálfaðir til þessa verkefnis. Þetta er í annað sinn sem Bókasafn Mosfellsbæjar býður upp á þessa samveru hunda og barna.
Meira ...

Sýningaropnun föstudaginn 11. maí kl. 16.

07/05/18Sýningaropnun föstudaginn 11. maí kl. 16.
Sýningin Kristján og Loji umpotta verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 11. maí kl. 16. Sýningin er hluti af hátíðinni List án landamæra og er samsýning Kristjáns Ellerts Arasonar og Loja Höskuldssonar. Kristján Ellert Arason er fæddur árið 1958 og hefur síðustu níu ár unnið að myndlist á vinnustofum Sólheima. Loji Höskuldsson fæddist árið 1987 og er með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Frá haustinu 2017 hafa þessir tveir listamenn unnið að verkum fyrir sýninguna Kristján og Loji umpotta.
Meira ...

Hæ maí!

04/05/18Hæ maí!
Maígetraunin er mætt í Bókasafnið. Svara þarf þremur spurningum sem að þessu sinni fjalla um sumarplön, mýs og ófríða fugla. Svarblaðið er að venju staðsett á hringborðinu í barnadeildinni. Bókarverðlaun verða veitt einum heppnum krakka sem svarar öllu rétt.
Meira ...

Í brennidepli - maí 2018 - Ástralía og Nýja Sjáland

04/05/18Í brennidepli - maí 2018 - Ástralía og Nýja Sjáland
Ástralía er minnsta heimsálfan og nær yfir ástralska meginlandið, Nýja Sjáland og ýmsar fleiri eyjar á Kyrrahafi. Ástralía og Nýja-Sjáland eru nágrannaþjóðir, en tengjast ekki síður vegna enskumælandi íbúa. Þjóðirnar tvær eiga einnig sameiginlega von um menningarlega fjölbreytni og félagslegt jafnrétti sem hefur oftar en ekki verið ógnað í gegnum tíðina, sérstaklega með ólögmætri eignaupptöku á landi frumbyggja. Meðal þess efnis sem einkennir bókmenntir Ástralíu og Nýja-Sjálands er hvernig landslag tengist trúarlegu inntaki frumbyggja og viðkvæmu vistkerfi. Að auki gefa sögurnar mikilvæga innsýn í umbreytingu í átt að alþjóðasamfélagi frá sjónarhorni sakamanna, innflytjenda og flóttamanna, og þá sérstaklega rit maóra, frumbyggja Nýja Sjálands og frumbyggja Ástralíu „aboriginals“.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira