Fréttir eftir mánuðum
Hamur — opnun á sýningu Hildar Henrýsdóttur
27/03/19
Sýningin Hamur verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 30. mars kl. 14-16. Listakonan Hildur Ása Henrýsdóttir (f. 1987) hefur vakið athygli fyrir einlæg og kraftmikil verk sín. Á sýningunni gerir hún að umfjöllunarefni sínu þá ramma samfélagsins sem smíðaðir hafa verið utan um konur og kvenleikann.
Meira ...Menningarvor í Mosfellsbæ 2019 - Þriðjudagana 2. og 9. apríl
27/03/19Dagskráin fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar og hefst kl. 20.00 bæði kvöldin.
Léttar veitingar í boði og ókeypis aðgangur.
Meira ...Bókasafnið opnar kl. 14 föstudaginn 29.mars.
25/03/19
Vegna fræðsluferðar starfsmanna verður Bókasafnið opið 14:00-18:00 föstudaginn 29. mars. Þetta á einnig við um lesaðstöðuna.
Meira ...Fjölmenningarhátið í Mosfellsbæ 11.maí í Kjarna
19/03/19Takið daginn frá!
Viltu taka þátt? Hafðu samband í 898-6065 eða bokasafn@mos.is
Meira ...Vinningshafi í febrúargetraun Bókasafnsins
12/03/19.jpg?proc=150x150)
Fannar Davíð Karlsson er sannkallaður lukkunnar pamfíll! Á sjálfan sjö ára afmælisdaginn fékk hann símhringingu um að hann hefði unnið í febrúargetraun Bókasafnsins og kom til okkar að sækja pakkann sinn. Fannar Davíð fékk bókina Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni eftir J.K. Kolsöe. Fannar er í 1. bekk í Krikaskóla og æfir bæði handbolta og fimleika. Hann kemur reglulega til okkar í safnið með mömmu sinni og skólanum. Við óskum Fannari Davíð innilega til hamingju með vinninginn – og afmælið!
Meira ...Tóm gleði
05/03/19
Föstudaginn 22. febrúar sl. var sýningin tómir fossar opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. tómir fossar er samsýning feðganna Björns Hauks Pálssonar og Páls Hauks Björnssonar. Björn Haukur sýnir hér í fyrsta sinn en Páll Haukur hefur verið virkur í myndlistarheiminum um þó nokkurt skeið. Þema sýningarinnar eru fossar og ýmsar birtingarmyndir þeirra. Um 70 manns mættu á opnun til að gæða sér á list og léttum veitingum. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt og „þetta hef ég aldrei séð áður“ heyrðist oftar en einu sinni á opnuninni. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar og stendur til 22. mars.
Meira ...Marsgetraunin
01/03/19
Marsgetraunin er mætt í Bókasafnið! Spurningablaðið er sem fyrr staðsett á hringborðinu í barnadeildinni. Skilið því útfylltu í gráa póstkassann til að eiga möguleika á að vinna bók. Tilkynnt verður um verðlaunahafa í byrjun apríl. Gangi ykkur vel!
Meira ...