logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

BÓKASAFN - Rithöfundur í heimsókn

23/03/18BÓKASAFN - Rithöfundur í heimsókn
Miðvikudaginn 21. mars síðastliðinn kom til okkar í Bókasafnið rithöfundurinn og kennarinn Hjalti Halldórsson og las upp úr fyrstu bók sinni „ Af hverju ég?“. Áheyrendur voru nemendur úr fimmtu bekkjum grunnskólanna í bænum. Allir höfðu gaman af enda sagan skemmtileg og spennandi. Takk Hjalti og takk krakkar fyrir ánægjulega morgunstund.
Meira ...

BÓKASAFN - Leshópur eldri borgara

20/03/18BÓKASAFN - Leshópur eldri borgara
Leshópurinn er í samstarfi við Bókasafnið í Mosfellsbæ. Starfsmaður frá Bókasafninu hefur umsjón með starfinu. Við hittumst fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 10.30 að Eirhömrum Hlaðhömrum 2, nema annað sé tekið fram. Næst hittumst við þriðjudaginn 3. apríl kl. 10.30 að Eirhömrum og lesefnið er: Hús úr húsi eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
Meira ...

BÓKASAFN - Laugardaginn 17. mars verður lokað í Bókasafninu kl. 16:00

15/03/18
Laugardaginn 17. mars verður lokað í Bókasafninu kl. 16:00 vegna árshátíðar starfsfólks.
Meira ...

BÓKASAFN - Vinningshafinn í febúargetrauninni

09/03/18BÓKASAFN - Vinningshafinn í febúargetrauninni
Hin tíu ára Þuríður Yngvadóttir var svo ljónheppin að vinna í febrúargetraun okkar. Þuríður býr í Grafarvogi og gengur í Dalskóla. Henni finnst mjög gaman að lesa og kemur ágætlega oft til okkar í Bókasafn Mosfellsbæjar þótt leiðin sé svolítið löng. Bækurnar um Kaftein Ofurbrók eru í uppáhaldi en einnig hefur Þuríði mjög gaman af því að hitta vinkonurnar og fara á skíði. Við óskum Þuríði til hamingju!
Meira ...

BÓKASAFN - Eftir febrúar kemur mars

06/03/18BÓKASAFN - Eftir febrúar kemur mars
Nú er komið að marsgetrauninni okkar. Svara þarf þremur spurningum sem að þessu sinni fjalla um afrísk dýr, nískar endur og ræningjadætur. Svarblaðið er síðan merkt vel og vandlega og sett í græna póstkassann. Í byrjun næsta mánaðar fær einn heppinn krakki, sem svarar öllu rétt, bók í verðlaun. Endilega takið þátt og látið vini ykkar vita.
Meira ...

BÓKASAFN - Í brennidepli: Færeyskar bókmenntir – mars 2018

06/03/18BÓKASAFN - Í brennidepli: Færeyskar bókmenntir – mars 2018
Í Færeyjum býr þjóð skálda og rithöfunda, og dálæti á skáldskap og frásögnum liggur djúpt í færeyskri menningu. Allt fram á 20. öld var danska opinbert tungumál í Færeyjum, og því sköpuðu Færeyingar menningu sína með söng og dansi í stað ritaðs efnis. Einangruð þjóð í Norður Atlantshafi tók upp alþýðlegar germanskar og norrænar bókmenntir frá miðöldum; endurnýjaði í sagnadansi og varðveitti. Færeyskur sagnadans er viðurkenndur meðal alþjóðlegra fræðimanna sem einstakt framlag til heimsbókmenntanna og eru áhrif hans sýnileg í nútímabókmenntum Færeyja.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira