14/12/18Það var margt um manninn í Listasal Mosfellsbæjar 7. desember sl. þegar Björg Örvar opnaði einkasýningu sína Barnasaga/Saga af rót (endurlit). Á sýningunni eru níu nýleg verk eftir listakonuna sem einkennast af björtum litum, kunnuglegum en þó abstrakt formum og heillandi blæbrigðum.
Meira ... 12/12/18Svandís Erla Pétursdóttir, sjö ára gömul stelpa í öðrum bekk í Krikaskóla, gerði sér lítið fyrir og vann nóvembergetraun Bókasafnsins. Svandís æfir handbolta og finnst skemmtilegast að leika eftir skóla. Það besta við jólin er að opna pakka, segir Svandís Erla og bætir við að hana langi í L.O.L. Surprise dúkku í jólagjöf. Við í Bókasafninu höfum heimildir fyrir því að dúkkum finnist gaman að láta lesa fyrir sig og hvetjum Svandísi Erlu til að komast að því hvort þær kunni að meta sögurnar um Fíusól. Svandís fékk einmitt nýjustu bókina um Fíusól, Fíasól gefst aldrei upp, í verðlaun.
Meira ... 03/12/18Síðasta sýning ársins í Listasal Mosfellsbæjar er Barnasaga/Saga af rót (endurlit), einkasýning Bjargar Örvar. Opnun er föstudaginn 7. desember kl. 16-18 og sýningin stendur til og með 11. janúar 2019.
Björg Örvar er fædd í Reykjavík árið 1953. Hún lærði við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1975-79 og var í framhaldsnámi við listadeild University of California í Bandaríkjunum á árunum 1981-83. Björg hefur haldið fjölda einkasýninga á löngum ferli, síðast Haltu á mér hita árið 2017 í Grafíksalnum með úrvali af verkum síðustu tíu ára. Eins hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis, síðast á tveimur sýningum á Kjarvalsstöðum árið 2015, Kvennatíma - Hér og nú þrjátíu árum síðar og Nýmálað II.
Meira ... 03/12/18Kannski svar bókaormsins við annríki.
Ertu að fara í ferðalag en átt erfitt með að lesa á ferð? Langar þig að klára bókina sem þú byrjaðir á en átt líka eftir að þrífa heimilið? Eða þarftu að velja milli þess að njóta hreyfingar og útvistar eða að lesa spennandi bók sem bíður? Þá er hljóðbók svarið.
Oft getur verið skemmtilegt fyrir fjölskylduna að hlusta saman á hljóðbók, jafnvel á meðan verið er að baka, skreyta eða pakka inn gjöfum. Þá eru Íslenskar þjóðsögur úr safni Jóns Árnasonar alltaf klassískar; ekki síst Álfa- og jólasögur. Upplesnar sígildar jólasögur og Upplesnar sígildar jólasögur á aðventunni eru klassískar jólasögur frá ýmsum löndum sem gefa einstaka stemningu í skammdeginu.
Meira ... 30/11/18Í hverjum mánuði hefst ný barnagetraun í Bókasafni Mosfellsbæjar og nú er komið að desembergetrauninni. Í þetta sinn er spurt um mánaðardaga, háværa jólasveina og ævintýri þar sem töfraspegill kemur við sögu. Spurningablaðið má finna á hringborðinu í barnadeildinni og skal skila því útfylltu í gráa póstkassann. Haft verður samband við vinningshafann í upphafi nýs árs.
Meira ... 20/11/18Að vanda var vel mætt á Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar og hlýddu um 330 gestir á lestur úr glænýjum jólabókum í notalegu umhverfi Bókasafnsins.
Áður en dagskrá hófst léku Sigurjón Alexandersson og Ingi Bjarni Skúlason ljúfa tóna á gítar og flygil.
Meira ... 19/11/18Þann 10. nóvember síðastliðinn var ljóðalestur í Listasal Mosfellsbæjar í tengslum við sýningu Kristínar Tryggvadóttur, Áfram streymir. Ljóðskáldin Anna Karin Júlíussen og Sigríður Ólafsdóttir fluttu ljóð til skiptis sem rímuðu fallega saman þótt þær séu að mörgu leyti ólík skáld. Sú fyrrnefnda beitir frjálsri aðferð en sú síðarnefnda heldur sig við gömlu reglurnar um stuðla, höfuðstafi og endarím. Auk þess flutti Anna Karin ljóð sem voru sérstaklega samin til verka Kristínar, las til þeirra og færði þeim rauðar rósir. Að lokum var boðið upp á léttar veitingar. Um 50 manns hlýddu á lesturinn og báru þessari ljóðrænu listastund vel söguna.
Meira ... 12/11/18Max Tristan Antonsson sigraði í októbergetraun Bókasafnsins. Hann er í 3. bekk í Lágafellsskóla og æfir fótbolta í frístundum. Max Tristan heldur mikið upp á bækurnar um Kaftein ofurbrók en finnst Kiddi klaufi líka skemmtilegur. Hann gleymir sér alveg við lesturinn þegar hann kemst í góða bók. Við vonum að það verði einnig raunin með bókina Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar vísindamann en það er einmitt bókin sem hann fékk í verðlaun. Til hamingju, Max Tristan!
Meira ... 06/11/18Í getraun mánaðarins er spurt um ræningjadætur, stráka sem lenda í hversdagsævintýrum og frumskógarkonunga. Taktu þátt með því að mæta í Bókasafnið, fylla út spurningablaðið og setja það í gráa póstkassann. Dregið verður úr réttum svörum í byrjun desember.
Meira ... 06/11/18Veturinn nálgast og skammdegið færist yfir, fullkominn tími til að kveikja á kertum og lesa bók sem fær kalt vatn til að renna milli skinns og hörunds.
Hrollvekja eða taugatrekkjandi spennutryllir í söguformi, eitthvað sem veldur skelfingu, hryllingi eða andstyggð. Slíkar sögur hafa verið sagðar frá örófi alda og hafa verið stór hluti þjóðsagna víðsvegar. Í sögunum má finna yfirnáttúruleg fyrirbæri eins og drauga, nornir og vampírur, eða eitthvað raunsætt sem vekur sálrænan ótta eða spennu hjá lesendum.
Meira ... Síða 1 af 9