logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Bókaverðlaun barnanna - vinningshafar

25/05/20Bókaverðlaun barnanna - vinningshafar
Þrír heppnir kjósendur sem völdu sína uppáhalds bók í Bókaverðlaunum barnanna tóku á móti viðurkenningum í síðustu viku. Þetta voru þau Þóra Kirstín, Wiktoria og Max. Öll fengu þau nýjustu bókina hans Ævars Þórs Benediktssonar, Hryllilega stuttar hrollvekjur, og veggspjald með kápu bókarinnar. Tilvalin bók í Sumarlesturinn sem hefst 5. júní! Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju og sendum hryllilega góðar kveðjur úr Bókasafninu.
Meira ...

Síðasti vinningshafinn í barnagetrauninni á þessum vetri

12/05/20Síðasti vinningshafinn í barnagetrauninni á þessum vetri
Síðasti vinningshafinn í barnagetrauninni á þessum vetri er engin önnur en Bríet Líf! Bríet fór létt með að svara úlfaspurningunum sem voru í getrauninni og fær að launum bókina Hundmann eftir Dav Pilkey. Við óskum Bríeti innilega til hamingju og hlökkum til að sjá hana sem oftast hér í safninu í sumar.
Meira ...

Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2021

05/05/20Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2021
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2020. Sótt er um rafrænt á www.bokmos.is/listasalur.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira