logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Bókasafnið er lokað 1. maí

29/04/19Bókasafnið er lokað 1. maí
Bókasafnið er lokað miðvikudaginn 1. maí
Meira ...

Bókasafnið er lokað á sumardaginn fyrsta

23/04/19Bókasafnið er lokað á sumardaginn fyrsta
Bókasafnið lokað á fimmtudaginn 25. apríl, sumardaginn fyrsta.
Meira ...

Menningarvorið 2019 í Bókasafni Mosfellsbæjar

23/04/19Menningarvorið 2019 í Bókasafni Mosfellsbæjar
Í níunda sinn var Mosfellingum og gestum þeirra boðið til Menningarvors í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Meira ...

Afgreiðslutími yfir páskana

15/04/19Afgreiðslutími yfir páskana
Bókasafnið verður lokað skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum en óbreyttur afgreiðslutími laugardaginn 20. apríl frá kl. 12.00-16.00. Gleðilega páska.
Meira ...

Íslenskuskólinn í Vín sendir Bókasafni Mosfellsbæjar þakkir

10/04/19Íslenskuskólinn í Vín sendir Bókasafni Mosfellsbæjar þakkir
Katrín Kristjánsdóttir íslenskukennari í Vín þakkar Bókasafninu fyrir blöð og bækur: Krakkarnir voru ekkert smá ánægð með Andrés Önd og einhverjir foreldrar fóru líka heim með bækur til að lesa sjálf ;) Flotta Víkingabókin kom eins og himnasending þar sem krakkarnir hafa verið að læra mikið um Víkingana í vetur! Takk kærlega fyrir okkur þvílíkar gjafir sem við fengum og enn meira kemur með flugi um páskana til okkar.
Meira ...

Vinningshafi í marsgetraun Bókasafnsins

08/04/19Vinningshafi í marsgetraun Bókasafnsins
Sigurrós Ingimarsdóttir vann marsgetraun Bókasafnsins. Hún er í 4. bekk í Krikaskóla og æfir auk þess fótbolta. Sigurrós kemur reglulega til okkar í safnið með mömmu sinni eða vinkonunum. Uppáhaldsbókin hennar er Matthildur en það er einmitt bókin sem hún fékk í verðlaun! Svo er líka gaman að segja frá því að Sigurrós á afmæli á morgun og verður 10 ára. Til hamingju!
Meira ...

Hamur í Listasalnum

03/04/19Hamur í Listasalnum
Laugardaginn 30. mars sl. var opnuð ný sýning í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin Hamur er fimmta einkasýning Hildar Ásu Henrýsdóttur sem er ung listakona ættuð af Langanesi. Verk Hildar Ásu eru óvægin og kraftmikil og er listakonan óhrædd við að nota sjálfa sig sem efnivið. Umfjöllunarefni sýningarinnar eru þeir rammar sem samfélagið hefur smíðað utan um konur og kvenleikann. Við hvetjum fólk til að láta þessa áhrifamiklu sýningu ekki framhjá sér fara. Sýningin er opin kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Meira ...

Hundar sem hlusta

02/04/19Hundar sem hlusta
Laugardaginn 30. mars síðastliðinn bauð Bókasafnið börnum að koma í safnið og lesa sér til ánægju fyrir sérþjálfaða hunda. Viðburðurinn er í samstarfi við félagið Vigdísi - Vini gæludýra á Íslandi en það er aðili að lestrarverkefninu R.E.A.D – Reading Education Assistance Dogs sem starfar um allan heim. Tíkurnar Hekla og Skotta komu ásamt eigendum sínum þannig að tvö börn gátu lesið í einu. Þetta tókst afar vel og komust færri að en vildu. Stefnt er að því að vera með Hunda sem hlusta aftur í haust. Hér má sjá Ástu með Skottu og Sigurlaugu með Heklu.
Meira ...

Aprílgetraun

01/04/19Aprílgetraun
Nú er komið að nýrri barnagetraun. Í þetta sinn spyrjum við um Nóbelsverðlaunahafa, stráka sem skemmta sér konunglega án þess að vera með nýjustu leikföngin og kvartsárar prinsessur. Einn heppinn sem svarar öllu rétt fær bók í verðlaun. Munið bara að merkja svarblaðið vel og vandlega!
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira