logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Septembergetraunin

05/09/22Septembergetraunin
Getraunin er mætt aftur eftir endurnærandi sumarfrí. Hjá mörgum er skólinn hafinn á ný og því ekki úr vegi að spyrja aðeins út í dularfulla kennara og galdraskóla. Við verðlaunum að sjálfsögðu einn heppinn þátttakanda sem svarar öllum spurningunum rétt. Getraunina finnið þið á sínum stað á gula hringborðinu í barnadeildinni. Ekki gleyma að starfsfólk safnsins er boðið og búið að aðstoða eftir þörfum.
Meira ...

Uppskeruhátíð sumarlesturs

29/08/22Uppskeruhátíð sumarlesturs
Það var heldur betur stuð og stemming í bókasafninu fyrir helgi þegar við fögnuðum frábærum árangri þátttakenda í sumarlestri safnsins. Við byrjuðum á því að fá heimsókn frá Bjarna Fritzsyni rithöfundi sem las fyrir okkur upp úr glænýrri bók sem er enn ekki komin út! Eftir feikiskemmtilegan upplestur leiddi Húlladúllan hópinn út á torgið fyrir framan safnið þar sem hún sýndi okkur öll helstu húllatrixin. Eftir sýninguna fengu bæði börn og fullorðnir að spreyta sig og var húllað af krafti þar til safnið lokaði.
Meira ...

Uppskeruhátíð sumarlesturs fimmtudaginn 25. ágúst kl. 16:30

15/08/22Uppskeruhátíð sumarlesturs fimmtudaginn 25. ágúst kl. 16:30
Nú fer sumarlestursátaki bókasafnsins senn að ljúka og því ekki úr vegi að fagna frábærum árangri þátttakenda í sumar. Fimmtudaginn 21. ágúst fer fram uppskeruhátíð sumarlesturs í bókasafninu og byrjar dagskráin kl. 16:30. Bjarni Fritzson rithöfundur kemur í heimsókn og les upp úr bókunum sínum. Húlladúllan mætir svo á svæðið með alls kyns sirkusdót og kennir okkur öll helstu húllatrixin á torginu fyrir framan safnið. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og öll velkomin.
Meira ...

Bókasafnið lokað á frídegi verslunarmanna mánudaginn 1.ágúst

27/07/22Bókasafnið lokað á frídegi verslunarmanna mánudaginn 1.ágúst
Bókasafnið lokað á frídegi verslunarmanna mánudaginn 1.ágúst
Meira ...

Hakk og spagettí

24/05/22Hakk og spagettí
Föstudaginn 27. maí kl. 16-18 opnar Dagmar Atladóttir sýningu sína Hakk og spagettí í Listasal Mosfellsbæjar. Dagmar lærði myndlist og hönnun í Hollandi og hefur sýnt verk sín víða bæði hérlendis og erlendis.
Meira ...

Auglýst er eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2023.

06/05/22Auglýst er eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2023.
Listasalur Mosfellsbæjar, augýst er eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2023.
Meira ...

Vinalegar vörður

26/04/22Vinalegar vörður
Sýningin Wörður, vinur mínar var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar 22. apríl sl. Á sýningunni eru ofnar myndir eftir textíllistakonuna Önnu Maríu Lind Geirsdóttur. Viðfangsefni verkanna eru vörður, ekki síst vörður á Mosfellsheiði. Myndirnar vefur Anna María úr ýmsum tuskum, ónýtum klæðnaði og sængurfötum í anda endurnýtingar og náttúruverndar.
Meira ...

Eldfjalladýrð

01/04/22Eldfjalladýrð
Guðmundur Óli Pálmason opnaði sýninguna Volcanoroids í Listasal Mosfellsbæjar 18. mars sl. Til sýnis eru ljósmyndir af eldgosinu í Fagradalsfjalli. Guðmundur Óli tekur ljósmyndirnar á útrunnar polaroid flysjufilmur og í framköllunarferlinu notar hann ýmis efni sem hafa óvænt og spennandi áhrif á lokaútkomuna. Ljósmyndirnar eru síðan færðar yfir í tölvu, stækkaðar upp og prentaðar út.
Meira ...
Viðburðir
09/09/22

Eldskírn

Verið hjartanlega velkomin á sýningu Sigrúnar Hlínar Sigurðardóttur, Eldskírn, í Listasal Mosfellsbæjar. Opnun er föstudaginn 9. september kl. 16-18. Síðasti sýningardagur er 7...
13/09/22

Sögustund - Stúlkan sem kenndi kónginum að borða hafragraut

Fyrsta sögustund vetrarins á bókasafninu, þriðjudaginn 13. september kl. 16:45 til 17:00.
24/09/22

Hundar sem hlusta - FULLBÓKAÐ

Fullbókað er í hundalesturinn en tekið er við skráningum á biðlista. ​Bókasafn Mosfellsbæjar í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi, býður börnum að heimsækja...
12/10/22

Á réttri hillu með Virpi Jokinen

Hvar er best að byrja? ​Skipulagsleysi getur endurspeglast í líðan. Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður sem hafa oft í för með sér gamla og nýja hluti, oft ofgnótt...
Næstu viðburðir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira