logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

BÓKASAFN - Bókaverðlaun barnanna 2017

27/06/17BÓKASAFN - Bókaverðlaun barnanna 2017
Á hverju ári er börnum gefinn kostur á að velja sínar uppáhaldsbækur. Við í bókasafninu fengum skólana í lið með okkur og nú var í fyrsta skipti líka boðið upp á að kjósa rafrænt. Þær bækur sem voru í mestu uppáhaldi er hægt að sjá á heimasíðunni okkar www.bokmos.is en þrjár þær vinsælustu eru:
Meira ...

BÓKASAFN - Sumarlestur - allir duglegir að lesa í sumar

26/06/17BÓKASAFN - Sumarlestur - allir duglegir að lesa í sumar
Sumarlesturinn er hafinn og nú sem endranær eru krakkarnir duglegir að taka þátt. Þemað í sumar er himingeimurinn með öllum sínum litskrúðugu plánetum, geimverum og geimskipum. Krakkarnir skreyta safnið með því að hengja upp fallegar geimmyndir í netið í barnadeildinni. Í síðustu viku komu krakkar úr Krikaskóla í heimsókn og skráðu sig í Sumarlesturinn. Þau ætla að vera dugleg að lesa í sumar.
Meira ...

BÓKASAFN - Læsisdagatal Menntamálastofnunar

19/06/17BÓKASAFN - Læsisdagatal Menntamálastofnunar
Út er komið læsisdagatal Menntamálastofnunar. Læsisdagatal getur verið skemmtileg leið til að hvetja börn til lestrar í sumarfríinu. Sérfræðingar Menntamálastofnunar hafa unnið eitt slíkt foreldrum til stuðnings. Læsisdagatalið inniheldur fjölmargar spennandi leiðir að lestri, flestar fyrir börn sem eru farin að lesa. Ef barnið þitt hefur ekki náð tökum á lestri getur þú samt sem áður nýtt hugmyndirnar en þú gætir þurft að aðlaga þær að getu barnsins.
Meira ...

BÓKASAFN - Gaman á ritlistarnámskeiði hjá Gerði Kristnýju

13/06/17BÓKASAFN - Gaman á ritlistarnámskeiði hjá Gerði Kristnýju
29 hressir krakkar hafa skrifað, skrafað, myndskreytt og lesið upp sögur sínar og ljóð á þriggja daga námskeiði á vegum Bókasafnsins undir stjórn Gerðar Kristnýjar. Gerður Kristný er hjá okkur í annað sinn enda sló hún í gegn í fyrra og voru margir krakkanna mættir aftur til að læra enn meira.
Meira ...

BÓKASAFN - Sigurvegari í maígetrauninni

12/06/17BÓKASAFN - Sigurvegari í maígetrauninni
Hinn átta ára Kári Víðisson sigraði í maígetrauninni okkar og fékk að launum bókina Atlasinn minn - Dýraríkið. Kári les mikið og honum finnst gaman í Bókasafninu. Hann á sjálfur margar bækur og eru sögurnar um Kaftein Ofurbrók eftir Dav Pilkey í uppáhaldi. Í getrauninni að þessu sinni var meðal annars spurt hver væri uppáhalds fótboltastjarnan og nefndi Kári Frakkann Paul Pogba
Meira ...

BÓKASAFN - Tímabundið lokað á allar tölvupóstsendingar úr leitir.is

06/06/17BÓKASAFN - Tímabundið lokað á allar tölvupóstsendingar úr leitir.is
Það er vandlifað í net- og tölvuheimum þessa dagana. Tölvupóstsárásir hafa færst mjög í vöxt og nú er svo komið að framleiðandi kerfisins sem leitir.is byggir á, hefur af öryggisástæðum farið þess þess á leit að tímabundið verði lokað á allar tölvupóstsendingar úr leitir.is. Þetta gildir um allar tölvupóstssendingar úr leitir.is, af „Mínar síður“, úr fullri færslu og úr „Hafðu samband“ forminu.
Meira ...

BÓKASAFN - Í brennidepli: SÆNSKAR BÓKMENNTIR

06/06/17BÓKASAFN - Í brennidepli: SÆNSKAR BÓKMENNTIR
Ikea, sænskar kjötbollur, Abba, Astrid Lindgren, Lína langsokkur, Emil í Kattholti, August Strindberg, Selma Lagerlöf, Ingmar Bergman, Greta Garbo, Volvo, stöðuvötn . . . þetta, og meira til, er eitthvað sem flestir tengja við Svíþjóð. Svíþjóð er þingbundið konungsríki og er sænska konungsveldið meðal þeirra elstu í Evrópu. Árið 1980 varð Svíþjóð fyrsta konungsríkið til að breyta arftakavenjum sínum þannig að konungborinn frumburður yrði ríkisarfi án tillits til kyns.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira