logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

BÓKASAFN - LISTASALUR: Vinningshafar í ratleik Safnanætur

26/02/18BÓKASAFN - LISTASALUR:  Vinningshafar í ratleik Safnanætur
Mikill fjöldi tók þátt í ratleik Safnanætur í Bókasafni Mosfellsbæjar. Fimm bókaverðlaun voru veitt, eftirtaldir fengu vinning: Freyja María og Sigurbjörn Kári sem eru systkin, Salka Soffía, Jóhanna Guðrún og Isabella Rink.
Meira ...

LISTASALUR - Landbrot í Listasalnum

23/02/18LISTASALUR - Landbrot í Listasalnum
Fullt var út úr dyrum á opnun Landbrots, einkasýningar Sæunnar Þorsteinsdóttur, í Listasal Mosfellsbæjar þann 16. febrúar síðastliðinn. Sæunn, sem er mikil áhugamanneskja um endurnýtingu, sýnir lágmyndir gerðar úr gömlum landakortum. Í verkunum fá nostalgískir litatónar, skemmtileg staðarheiti og almennur sjarmi þessara gömlu landakorta að njóta sín í samhverfu broti. Sýningargestum var boðið upp á rósavín, lakkrís og saltstangir og lagðist það vel í fjöldann. Við bendum á að verkin eru til sölu og sýningu lýkur 23. mars.
Meira ...

BÓKASAFN - Öskudagur 2018

20/02/18BÓKASAFN - Öskudagur 2018
Mikið fjör var í Bókasafninu á Öskudaginn. Fjöldinn allur af alls konar fólki, verum og persónum, stórum sem smáum kíktu í heimsókn og sungu hver með sínu nefi. Ýmis lög voru sungin allt frá „Allúetta láttu nammið detta„ að „Ó mamma gef mér rós“. Allir fengu svo smá nammi í pokann sinn.
Meira ...

BÓKASAFN - LISTASALUR - Fjör á Safnanótt 2018

14/02/18BÓKASAFN - LISTASALUR - Fjör á Safnanótt 2018
Bókasafnið, Listasalurinn og Héraðsskjalasafnið voru í annað sinn með í hinu árlega Safnanæturævintýri. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Fjölskyldujóga var í Listasalnum sem var mjög vinsælt og komust færri að en vildu. Draugaþema var í barnadeildinni þar sem búið var að koma upp draugahúsi með viðeigandi skreytingum. Sigrún Harðardóttir las draugasögu fyrir krakkana og spilaði á fiðlu. Boðið var upp á draugalegar veitingar fyrir börnin. Ratleikur var í gangi allt kvöldið og mikill fjöldi tók þátt. 5 svarseðlar voru voru dregnir út og geta 5 heppnir þátttakendur sótt verðlaun sín í Bókasafnið en þau eru:
Meira ...

LISTASALUR - Landbrot í Listasal Mosfellsbæjar

14/02/18LISTASALUR - Landbrot í Listasal Mosfellsbæjar
Föstudaginn 16. febrúar kl. 16-18 opnar Sæunn Þorsteinsdóttir einkasýningu sem ber heitið Landbrot í Listasal Mosfellsbæjar. Sæunn fæddist í Reykjavík í mars 1967. Hún er Mosfellingur í móðurætt og höfuðborgari í föðurætt og hefur síðustu níu árin búið í Miðdal í Mosfellssveit. Sæunn útskrifaðist úr textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands vorið 1993 með málun og teikningu sem valfög og hefur verið viðloðandi myndlist síðan.
Meira ...

BÓKASAFN - Vinningshafinn í janúargetrauninni

09/02/18BÓKASAFN - Vinningshafinn í janúargetrauninni
Fyrsti vinningshafi ársins í getrauninni okkar er Hafþór Andri Þorvarðarson. Hann er fimm ára og er í Leikskólanum Hlíð. Hafþór Andri kemur oft til okkar í Bókasafnið. Hann hefur mjög gaman af bókum, svo gaman að hann kenndi sér sjálfur að lesa og er að sögn mömmu sinnar orðinn fluglæs. Við drögum það ekki í efa enda er Hafþór Andri farinn að taka að láni bækur úr eldri barnadeildinni. Nú er það Kafteinn Ofurbrók sem er í uppáhaldi en með þessu áframhaldi verður Hafþór Andri farinn að lesa Laxness fyrir tíu ára aldur!
Meira ...

BÓKASAFN - Barnabækur á íslensku til Vínarborgar

06/02/18BÓKASAFN - Barnabækur á íslensku til Vínarborgar
Í janúar síðastliðinn fékk Íslenskuskólinn í Vínarborg notaðar barna- unglingabækur frá Bókasafni Mosfellsbæjar að frumkvæði Katrínar Kristjánsdóttur kennara við skólann. Mikill skortur hefur verið á bókum fyrir þennan hóp, sem telur 24 nemendur á aldrinum 3-16 ára, og var okkur því sönn ánægja að geta orðið við beiðninni.
Meira ...

BÓKASAFN - Önnur getraun ársins

06/02/18BÓKASAFN - Önnur getraun ársins
Við höldum áfram með getraunina okkar og sem fyrr er til mikils að vinna. Í hverjum mánuði er dregið úr réttum svörum og eitt heppið barn fær bók í verðlaun. Í þetta sinn er spurt um fiska í hættu, stríðnar stelpur og þjóf með gullhjarta. Lítið endilega inn og reynið við getraunina.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira