logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Opnun hjá Sævari Karli

24/09/19Opnun hjá Sævari Karli
Sævar Karl myndlistarmaður opnaði einkasýninguna Málverk í Listasal Mosfellsbæjar 21. september sl. Mjög góð aðsókn var á opnunina en um hundrað manns mættu og gæddu sér á freyðivíni undir ljúfum djasstónum. Á sýningunni eru ný og nýleg málverk, máluð bæði hérlendis og í Þýskalandi þar sem listamaðurinn dvelur hluta af árinu. Flestar myndirnar eru abstrakt og innblásnar af náttúrunni. Þær eru litríkar og villtar, stórar og kraftmiklar. Athygli er vakin á því að myndirnar eru til sölu. Síðasti sýningardagur er 18. október 2019.
Meira ...

Svefn og svefnvenjur ungbarna.

20/09/19Svefn og svefnvenjur ungbarna.
Fræðsluerindið Svefn ungbarna var á dagskrá Bókasafnsins þriðjudaginn 17. september sl. Það var Arna Skúladóttir sérfræðingur í barnahjúkrun og svefnvenjum barna sem flutti. Arna er höfundur metsölubókarinnar Draumaland: svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs og rekur ráðgjafarþjónustu fyrir foreldra um svefn og næringu. Fjöldi foreldra ungra barna mætti til að hlusta og gestir fengu svo tækifæri til að spyrja í lokin. Mikil ánægja var með erindið, greinilega þarft umræðuefni.
Meira ...

Sævar Karl sýnir

17/09/19Sævar Karl sýnir
Sævar Karl opnar einkasýninguna Málverk í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 21. september kl. 14-16. Sævar Karl (f. 1947) hefur stundað myndlistarnám við ýmsa listaháskóla hérlendis og í Þýskalandi og Austurríki. Hann hefur sýnt víða um heim m.a. í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Englandi. Þetta er í annað sinn sem Sævar Karl sýnir í Listasal Mosfellsbæjar.
Meira ...

Septembergetraunin

06/09/19Septembergetraunin
Barnagetraunin er loksins komin úr sumarfríi og lofar spennandi spurningum í vetur! Að þessu sinni spyrjum við um þekktar kisur í Bókasafninu sem þið hafið örugglega mörg hver rekist á áður. Nú er um að gera að taka þátt og setja nafnið sitt í pottinn – einn heppinn þátttakandi fær bók í verðlaun.
Meira ...

Uppskeruhátíð Sumarlestrar 2019

06/09/19Uppskeruhátíð Sumarlestrar 2019
Uppskeruhátíð Sumarlestrar var haldin fimmtudaginn 5. september. Skráningin í ár var mjög góð en um 250 börn voru skráð í Sumarlesturinn. Mikil ánægja var hjá foreldrum að fá kærkomið tækifæri til að hvetja börnin til lestrar og viðhalda þeirri lestrarhæfni sem þau hlutu um veturinn. Við buðum upp á hitting einu sinni í mánuði yfir sumarið þar sem þau komu sem gátu, þá var dregið í happdrætti og þrautir leystar.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira