logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Hamur í Listasalnum

03/04/2019
Laugardaginn 30. mars sl. var opnuð ný sýning í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin Hamur er fimmta einkasýning Hildar Ásu Henrýsdóttur sem er ung listakona ættuð af Langanesi. Verk Hildar Ásu eru óvægin og kraftmikil og er listakonan óhrædd við að nota sjálfa sig sem efnivið. Umfjöllunarefni sýningarinnar eru þeir rammar sem samfélagið hefur smíðað utan um konur og kvenleikann. Við hvetjum fólk til að láta þessa áhrifamiklu sýningu ekki framhjá sér fara. Sýningin er opin kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira