logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Menningarvorið 2019 í Bókasafni Mosfellsbæjar

23/04/2019
Í níunda sinn var Mosfellingum og gestum þeirra boðið til Menningarvors í Bókasafni Mosfellsbæjar.

Fyrra kvöldið þann 2. apríl kom tvíeykið Tunglið og Ég sem þau Heiða Árnadóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanóleikari skipa. Þau fluttu lög eftir franska djasstónskáldið Michel Legrand; Dóra Wild kynnti og skapaði stemningu milli laga.
Í hléi voru veitingar með frönskum blæ og voru gestir alsælir með kvöldið.

Finnskt kvöld í tali og tónum á seinni dagskrá Menningarvors 9. apríl.
Fimm í tangó fluttu íslenskan og finnskan tangó. Hljómsveitina skipa Ágúst söngvari, Ástríður á píanó, Flemming á harmóníku, Íris Dögg fiðluleikari og Kristín sellóleikari.
Satu Rämö rithöfundur og blaðakona sagði frá muninum á Finnum og Íslendingum á skemmtilegan hátt. Í hléi var boðið upp á finnskt pulla með kaffinu ásamt staupi af Minttu, finnskan salmíakslakkrís og brjóstsykur. Gestir fóru glaðir heim með söng í hjarta og bros á vör.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira