logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Hundar sem hlusta

02/04/2019
Laugardaginn 30. mars síðastliðinn bauð Bókasafnið börnum að koma í safnið og lesa sér til ánægju fyrir sérþjálfaða hunda. Viðburðurinn er í samstarfi við félagið Vigdísi - Vini gæludýra á Íslandi en það er aðili að lestrarverkefninu R.E.A.D – Reading Education Assistance Dogs sem starfar um allan heim. Tíkurnar Hekla og Skotta komu ásamt eigendum sínum þannig að tvö börn gátu lesið í einu. Þetta tókst afar vel og komust færri að en vildu. Stefnt er að því að vera með Hunda sem hlusta aftur í haust. Hér má sjá Ástu með Skottu og Sigurlaugu með Heklu.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira