logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vinningshafi í marsgetraun Bókasafnsins

28/05/2018
Hin 12 ára gamla Ísold Emma Ívarsdóttir er vinningshafinn í marsgetraun Bókasafns Mosfellsbæjar. Hún fékk í verðlaun bókina Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur. Bróðir hennar, Jökull Nói, var svo elskulegur að sækja vinninginn fyrir systur sína því hún var upptekin á ballettæfingu. Ísold Emma og Jökull Nói eru einmitt að fara í Konunglega ballettskólann í Kaupmannahöfn og munu taka þátt í sýningu á hans vegum. Greinilega hæfileikaríkir krakkar hér á ferð!
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira