logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Bókaverðlaun barnanna

25/05/2018
Bókaverðlaun barnanna voru veitt nýverið. Amma best eftir Gunnar Helgason var kosin besta frumsamda bókin, Dagbók Kidda klaufa - furðulegt ferðalag besta þýdda bókin og Blái hnötturinn besta leiksýningin. Við í Bókasafni Mosfellsbæjar veittum líka okkar eigin verðlaun og fengu þrír krakkar sem tóku þátt í kosningunni bókina Af hverju ég? eftir Hjalta Halldórsson. Þetta eru Katla Birgis frá Varmárskóla, Lilja Dís frá Lágafellsskóla og Ólöf Sæunn frá Krikaskóla. Til hamingju, stelpur!


Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira