logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

LISTASALUR - Landbrot í Listasalnum

23/02/2018
Fullt var út úr dyrum á opnun Landbrots, einkasýningar Sæunnar Þorsteinsdóttur, í Listasal Mosfellsbæjar þann 16. febrúar síðastliðinn. Sæunn, sem er mikil áhugamanneskja um endurnýtingu, sýnir lágmyndir gerðar úr gömlum landakortum. Í verkunum fá nostalgískir litatónar, skemmtileg staðarheiti og almennur sjarmi þessara gömlu landakorta að njóta sín í samhverfu broti. Sýningargestum var boðið upp á rósavín, lakkrís og saltstangir og lagðist það vel í fjöldann. Við bendum á að verkin eru til sölu og sýningu lýkur 23. mars.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira