logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Vinningshafinn í janúargetrauninni

09/02/2018
Fyrsti vinningshafi ársins í getrauninni okkar er Hafþór Andri Þorvarðarson. Hann er fimm ára og er í Leikskólanum Hlíð. Hafþór Andri kemur oft til okkar í Bókasafnið. Hann hefur mjög gaman af bókum, svo gaman að hann kenndi sér sjálfur að lesa og er að sögn mömmu sinnar orðinn fluglæs. Við drögum það ekki í efa enda er Hafþór Andri farinn að taka að láni bækur úr eldri barnadeildinni. Nú er það Kafteinn Ofurbrók sem er í uppáhaldi en með þessu áframhaldi verður Hafþór Andri farinn að lesa Laxness fyrir tíu ára aldur!
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira