logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Barnabækur á íslensku til Vínarborgar

06/02/2018
Í janúar síðastliðinn fékk Íslenskuskólinn í Vínarborg notaðar barna- unglingabækur frá Bókasafni Mosfellsbæjar að frumkvæði Katrínar Kristjánsdóttur kennara við skólann. Mikill skortur hefur verið á bókum fyrir þennan hóp, sem telur 24 nemendur á aldrinum 3-16 ára, og var okkur því sönn ánægja að geta orðið við beiðninni.

Við fengum fréttir af viðtöku bókanna. Börnin voru yfir sig glöð og hafa verið dugleg að fá bækurnar lánaðar heim til að lesa, eða láta lesa fyrir sig. Katrín segir að þetta hafi verið ómetanlegur þáttur í starfi skólans og frábær hjálp til að halda meiri íslensku að krökkunum.

Frá því að skólinn var opnaður 2016 hafa sum barnanna getað spjallað við ömmur sína og afa á íslensku í fyrsta skipti, en mörg vantaði sjálfstraust til að nota málið. Katrín sagði að lokum: „Að lesa bækur er svo frábær leið að auka orðaforða, æfa að lesa á íslensku og gefur okkur íslensku foreldrunum tækifæri til að gera meira með börnunum okkar, á íslensku.“

Við tökum heilshugar undir þetta!
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira