logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Sykursæt opnun

13/09/21Sykursæt opnun
Mikið fjör var við opnun sýningarinnar Bonís í Listasal Mosfellsbæjar 10. september sl. Bonís er hugmyndaverk grafíska hönnuðarins og Mosfellingsins Sigurðar Ó.L. Bragasonar og fjölskyldu hans. Bonís (sem er búið til úr orðunum bonbon og kandís) er sykursætur heimur þar sem búa litlar verur innan um sykurpúða, ísrétti og önnur sætindi. Verurnar sjálfar klæðast flíkum úr ýmsum ávöxtum og nammi.
Meira ...

Sætindaheimur í Listasal Mosfellsbæjar

07/09/21Sætindaheimur í Listasal Mosfellsbæjar
Föstudaginn 10. september kl. 16-18 verður opnun Bonís listasýningar í Listasal Mosfellsbæjar. Bonís er sykursætur, litskrúðugur og ævintýralegur heimur. Þar búa litlar verur sem klæðast nammi- og ávaxtaflíkum og leika sér meðal sætinda. Bonís er hugarfóstur grafíska hönnuðarins Sigurðar Ó.L. Bragasonar og unninn í samstarfi við konu hans Nicole og börn þeirra tvö.
Meira ...

Nóvembergetraunin

01/09/21Nóvembergetraunin
Hvernig væri að fá sér göngutúr í Matthíasarskógi, kíkja við í Kattholti og sníkja svo piparkökur á Sjónarhól? Ef þú svarar þremur spurningum um sögupersónur í bókum Astridar Lindgren rétt gætir þú unnið bók. Komdu við í barnadeildinni og taktu þátt! Ekki hika við að spyrja starfsfólk safnsins um aðstoð.
Meira ...

Hvetjandi Síðsumarstemming - Myndlistarhópurinn MOSI

16/08/21Hvetjandi Síðsumarstemming - Myndlistarhópurinn MOSI
Myndlistarhópurinn MOSI opnaði 6. ágúst sl. samsýninguna Síðsumarstemming. Hópinn skipa 15 frístundamálarar og sýna 12 þeirra verk á þessari sýningu. Myndefnið er af ýmsum toga, frá fjöllum og hröfnum til eggja í skaftpotti og Bryan Ferry. Þetta er litrík og fjörleg sýning sem hefur verið vel sótt. Gaman er að segja frá því að Síðsumarstemming virðist hafa hvetjandi áhrif á sýningargesti og hafa margir haft orð á því að nú sé kominn tími til að dusta rykið af gömlum draum og byrja að mála. Við hjá Listasal Mosfellsbæjar styðjum það heilshugar! Síðasti sýningardagur er 3. september.
Meira ...

Virðum bilið og hugum að persónulegum sóttvörnum!

26/07/21Virðum bilið og hugum að persónulegum sóttvörnum!
Virðum bilið og hugum að persónulegum sóttvörnum!
Meira ...

Breyting á sýningartíma í Listasal

19/07/21Breyting á sýningartíma í Listasal
Í Listasal Mosfellsbæjar stendur nú yfir sýningin vatnaveran mín eftir listahópinn SÚL_VAD. Vegna óviðráðanlegra orsaka mun sýningunni ljúka kl. 16 föstudaginn 23. júlí í stað 30. júlí eins og auglýst var. Við biðjumst velvirðingar á þessu og hvetjum fólk sem hafði hug á að skoða sýninguna í næstu viku til að mæta í þessari viku í staðinn.
Meira ...

vatnaveran mín - sýningaropnun

16/07/21vatnaveran mín - sýningaropnun
Föstudaginn 2. júlí var opnun á sýningunni vatnaveran mín. Verkin eru eftir listatvíeyki sem kallar sig SÚL_VAD en það er skipað myndlistarkonunni Ásdísi Birnu Gylfadóttur og tónskáldinu Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Þær eru æskuvinkonur frá Mosfellsbæ sem hófu listrænt samstarf árið 2017 með stofnun SÚL_VAD. Á sýningunni er draumkenndum og blátóna myndbandsverkum Ásdísar varpað á veggi listasalarins og í rýminu ómar fimm kafla tónverk Ragnheiðar sem samið er fyrir þverflautu, rödd og rafhljóð. Til að skapa sem besta upplifun er dyrum Listasalarins lokað en gestir eru hvattir til að vera óhræddir við að opna hurðina og smeygja sér innfyrir. Lokadagur sýningar er 30. júlí.
Meira ...

Origami-smiðja í Bókasafninu

07/07/21Origami-smiðja í Bókasafninu
Í gær fór fram stórskemmtileg og einstaklega vel heppnuð Origami-smiðja í Bókasafninu. Smiðjustjóri var Guðrún Helga Halldórsdóttir, formaður íslensk japanska félagsins og með henni í för voru tveir sjálfboðaliðar frá japanska sendiráðinu á Íslandi. Fiskabúrið, salur safnsins, var fljótt að fyllast af hinum ýmsu dýrum og hlutum úr pappír; hundum, fuglum, froskum, stjörnum og hljóðfærum svo eitthvað sé nefnt. Arigato gozaimasu!
Meira ...

Marglyttur svífa í Listasal Mosfellsbæjar

21/06/21Marglyttur svífa í Listasal Mosfellsbæjar
Föstudaginn 28. maí opnaði Iða Brá Ingadóttir sýninguna VERA í Listsal Mosfellsbæjar. Sýningin er innsetning unnin úr blönduðum miðlum. Á veggjunum eru draumkenndar ljósmyndir og úr loftinu hanga glitrandi marglyttur. Á gólfinu er rúm sem sýningargestum býðst að setjast í og upplifa sýninguna í ró og næði. Sýningin er hugsuð sem nokkurs konar vin í amstri dagsins, heilunarstaður og rými til djúpslökunar. Opið er virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 12-16.
Meira ...

Stórskemmtilegri ritsmiðju lokið

21/06/21Stórskemmtilegri ritsmiðju lokið
Stórskemmtileg Harry Potter ritsmiðja fór fram í Bókasafninu í síðustu viku! Smiðjustjóri var engin önnur en Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur. Smiðjan heppnaðist einstaklega vel og voru þátttakendur mjög áhugasamir og uppfullir af sniðugum hugmyndum.
Meira ...

Síða 2 af 4

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira