logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Marglyttur svífa í Listasal Mosfellsbæjar

21/06/2021

Föstudaginn 28. maí opnaði Iða Brá Ingadóttir sýninguna VERA í Listsal Mosfellsbæjar. Sýningin er innsetning unnin úr blönduðum miðlum. Á veggjunum eru draumkenndar ljósmyndir og úr loftinu hanga glitrandi marglyttur. Á gólfinu er rúm sem sýningargestum býðst að setjast í og upplifa sýninguna í ró og næði. Sýningin er hugsuð sem nokkurs konar vin í amstri dagsins, heilunarstaður og rými til djúpslökunar.
Opið er virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 12-16.

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira