logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

vatnaveran mín - sýningaropnun

16/07/2021
Föstudaginn 2. júlí var opnun á sýningunni vatnaveran mín. Verkin eru eftir listatvíeyki sem kallar sig SÚL_VAD en það er skipað myndlistarkonunni Ásdísi Birnu Gylfadóttur og tónskáldinu Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Þær eru æskuvinkonur frá Mosfellsbæ sem hófu listrænt samstarf árið 2017 með stofnun SÚL_VAD. Á sýningunni er draumkenndum og blátóna myndbandsverkum Ásdísar varpað á veggi listasalarins og í rýminu ómar fimm kafla tónverk Ragnheiðar sem samið er fyrir þverflautu, rödd og rafhljóð. Til að skapa sem besta upplifun er dyrum Listasalarins lokað en gestir eru hvattir til að vera óhræddir við að opna hurðina og smeygja sér innfyrir. Lokadagur sýningar er 30. júlí.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira