logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Hvetjandi Síðsumarstemming - Myndlistarhópurinn MOSI

16/08/2021
Hvetjandi Síðsumarstemming

Myndlistarhópurinn MOSI opnaði 6. ágúst sl. samsýninguna Síðsumarstemming. Hópinn skipa 15 frístundamálarar og sýna 12 þeirra verk á þessari sýningu. Myndefnið er af ýmsum toga, frá fjöllum og hröfnum til eggja í skaftpotti og Bryan Ferry. Þetta er litrík og fjörleg sýning sem hefur verið vel sótt. Gaman er að segja frá því að Síðsumarstemming virðist hafa hvetjandi áhrif á sýningargesti og hafa margir haft orð á því að nú sé kominn tími til að dusta rykið af gömlum draum og byrja að mála. Við hjá Listasal Mosfellsbæjar styðjum það heilshugar! Síðasti sýningardagur er 3. september.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira