logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Vegna nýrra tilskipana um sóttvarnir takmarkast fjöldi í Bókasafni Mosfellsbæjar við 20 manns til og með 19. október.

06/10/20Vegna nýrra tilskipana um sóttvarnir takmarkast fjöldi í Bókasafni Mosfellsbæjar við 20 manns til og með 19. október.
Vegna nýrra tilskipana um sóttvarnir takmarkast fjöldi í Bókasafni Mosfellsbæjar við 20 manns til og með 19. október. Gestir eru hvattir til að sinna erindum sínum hratt og skilmerkilega svo fleiri komist að. Lessvæði er lokað og viðburðum hefur verið frestað.
Meira ...

Merking á milli hluta

11/09/20Merking á milli hluta
Mánudaginn 14. september opnar Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) sýninguna Milli hluta í Listasal Mosfellsbæjar. Guðlaug Mía er með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og mastersgráðu frá Koninklijke Academie í Belgíu. Hún hefur haldið fjölmargar sýningar hérlendis og erlendis og sinnt ýmsum myndlistartengdum verkefnum, m.a. stofnað og rekið gallerí og unnið að útgáfu myndlistarbóka.
Meira ...

Muuuuuuuu! Viltu eignast bók?

01/09/20Muuuuuuuu! Viltu eignast bók?
Muuuuuuuu! Viltu eignast bók? Ef þú kemur við í barnadeild Bókasafnsins og tekur þátt í barnagetrauninni okkar gætir þú unnið bók. Eins og venjulega svarar þú þremur spurningum sem að þessu sinni snúast um þjóðsögur og ævintýri. Síðan laumar þú svarblaðinu vel merktu í gráa póstkassann. Einn heppinn þátttakandi verður verðlaunaður í byrjun maí. Ekki hika við að tala við starfsfólk safnsins ef þig vantar aðstoð.
Meira ...

Ný sýning í Listasalnum - Bók - list og leikur

10/08/20Ný sýning í Listasalnum -  Bók - list og leikur
Mánudaginn 10. ágúst hefst ný sýning í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin heitir BÓK – list og leikur og þar sýna hjónin Guðlaug Friðriksdóttir og Ragnar G. Einarsson fjölbreytt verk. Guðlaug og Ragnar eru bæði menntuð í bókbandi og Guðlaug auk þess í myndlist. Ragnar er þriðja kynslóð bókbindara og saman reka hjónin bókbandsstofuna Bóklist í Mosfellsbæ. Þau hafa haldið fjölmargar sýningar bæði saman og hvort í sínu lagi. Verkin á BÓK – list og leikur eru af ýmsum toga allt frá klassískum blómamyndum til logandi bóka, frá dúkristum til olíuverka sem máluðu sig sjálf. Hér fer saman mikil hugmyndaauðgi og vandað handverk sem mun vekja bæði furðu og aðdáun.
Meira ...

Bókasafnið verður lokað laugardaginn 1.ágúst

21/07/20Bókasafnið verður  lokað laugardaginn 1.ágúst
Bókasafnið verður lokað laugardaginn 1.ágúst
Meira ...

Samvinnuverk

07/07/20Samvinnuverk
Margmenni var við opnun sýningar Söru Bjarkar Hauksdóttur, Vinn, vinn, í Listasal Mosfellsbæjar 3. júlí sl. Sara gerði öll verkin í samvinnu við aðra listamenn. Þau eru fjölbreytt og ólík en list og handbragð Söru er rauði þráðurinn sem gefur sýningunni skemmtilegan heildarbrag. Síðasti sýningardagur er 31. júlí.
Meira ...

Vinningshafi þessarar viku í sumarlestri Bókasafnsins er Tanía

30/06/20Vinningshafi þessarar viku í sumarlestri Bókasafnsins er Tanía
Vinningshafi þessarar viku í sumarlestri Bókasafnsins er Tanía. Tanía las eina af dagbókum Kidda klaufa þar sem Kiddi lendir í köldum vetri með tilheyrandi ævintýrum og vandræðagangi. Í verðlaun fær Tanía bókina Villinorn: Eldraunin eftir Lene Kaaberbøl. Innilega til lukku, Tanía!
Meira ...

Vinningshafi vikunnar í sumarlestri Bókasafnsins er Unnar Sveinn

24/06/20Vinningshafi vikunnar í sumarlestri Bókasafnsins er Unnar Sveinn
Vinningshafi vikunnar í sumarlestri Bókasafnsins er Unnar Sveinn. Unnar er 7 ára gamall og las bókina Svona tala kýr sem er bæði bráðfyndin og mikilvæg lesning fyrir sveitaferðir í sumar. Í verðlaun fær hann bókina Heyrðu Jónsi! Nýi kennarinn eftir Sally Rippin. Til hamingju, Unnar Sveinn! :D Enn er hægt að skrá sig í sumarlestrarátak Bókasafnsins og tryggja sér lestrardagbók og glaðning. Við drögum úr bókaumsögnum vikulega í allt sumar og hljóta heppnir þátttakendur vinning ☀️
Meira ...

Fyrsti vinningshafinn í sumarlestri Bókasafnsins

22/06/20Fyrsti vinningshafinn í sumarlestri Bókasafnsins
Aurora Milella er fyrsti vinningshafinn í sumarlestri Bókasafnsins. Í verðlaun fær hún nýjustu bókina um Stjána og stríðnispúkana. Við óskum Auroru innilega til hamingju og hvetjum hana til lesa enn meira í sumar. Enn er hægt að skrá sig í sumarlestrarátak Bókasafnsins og tryggja sér lestrardagbók og glaðning. Ekki gleyma að dregið er úr bókaumsögnum á hverjum föstudegi í allt sumar og hljóta heppnir þátttakendur vinning 😊
Meira ...

Bókasafnið er lokað 17. júní

16/06/20Bókasafnið er lokað 17. júní
Miðvikudaginn 17. júní verður lokað í Bókasafninu og í Listasalnum.
Meira ...

Síða 2 af 4

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira