logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Einstök og óvenjuleg

30/10/2019
Fjölmenni var við opnun sýningarinnar Sögur úr sveitinni 25. október sl. í Listasal Mosfellsbæjar. Pétur Magnússon sýnir tvö stór verk sem sýningargestir eru upp til hópa sammála um að séu bæði einstök og óvenjuleg. Annað er vefnaðarverk unnið út frá ljósmynd og gert í minningu móður listamannsins, Önnu Sigríðar Gunnarsdóttur. Anna Sigríður var lengi gagnfræðaskólakennari í Mosfellsbæ og viðfangsefni verksins er gáta sem hún kenndi Pétri á hans bernskuárum. Hitt verkið er ljósmyndasería, 32 myndir af sýningu sem Pétur hélt fyrir kindur í fjárhúsi í Sveinungsvík fyrr á árinu. Má ætla að þetta sé í fyrsta sinn í íslenskri myndlistarsögu sem listaverk hafi sérstaklega verið búin til og sýnd fyrir kindur. Við hvetjum bæjarbúa til að láta þessa hugljúfu, glettnu og skemmtilegu sýningu ekki fram hjá sér fara. Síðasti sýningardagur er 22. nóvember 2019.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira