logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fyrsti vinningshafi vetrarins

11/10/2019
Fyrsti vinningshafi vetrarins í getrauninni okkar er engin önnur en Þórey Kristjana. Í verðlaun fékk hún nýjustu bókina um Lóu eftir Julien Neel. Þórey er í 8. bekk í Lágafellsskóla og er ekki bara öflugur lestrarhestur heldur æfir einnig dans og spilar á fiðlu. Þórey er auk þess hæfileikaríkur upplesari en hún tók þátt í Stóru upplestrarkeppninni í vor fyrir hönd Lágafellsskóla. Við hér í Bókasafninu óskum Þóreyju innilega til hamingju og hlökkum til að sjá hana oftar hér í safninu.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira