logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Sigurvegari í maígetrauninni

12/06/2017

Hinn átta ára Kári Víðisson sigraði í maígetrauninni okkar og fékk að launum bókina Atlasinn minn - Dýraríkið. Kári les mikið og honum finnst gaman í Bókasafninu. Hann á sjálfur margar bækur og eru sögurnar um Kaftein Ofurbrók eftir Dav Pilkey í uppáhaldi. Í getrauninni að þessu sinni var meðal annars spurt hver væri uppáhalds fótboltastjarnan og nefndi Kári Frakkann Paul Pogba sem spilar með Manchester United. Við óskum Kára til hamingju með sigurinn og vonum að hann njóti bókinnar.

Þess má geta að lokum að barnagetraunin er komin í sumarfrí en við hvetjum krakka til að taka þátt í sumarlestrinum sem nú er nýhafinn.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira