logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Hugi Tór vann!

13/01/2017
Verðlaunahafinn í getrauninni okkar er Hugi Tór Haraldsson sem er 11 ára gamall og gengur í Lágafellsskóla. Hann fékk í verðlaun bókina Úlfur og Edda: Dýrgripurinn eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur sem kom út nú fyrir jólin. Það er gaman að segja frá því að ein getraunarspurningin í þetta sinn var með óvenjulegu sniði en hún hljóðaði svo: Ef þú ætlaðir að skrifa bók, hvað ætti hún að heita? Ekki stóð á svari hjá Huga Tór og hann kom með hinn stórskemmtilega titil Geit skeit í sveit. Óvíst er hvort Hugi Tór hyggst skrifa bókina en við hér í Bókasafninu værum alveg til í að lesa bók um klaufdýr sem fer út fyrir borgarmörkin og þarf á salernið.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira