logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

LISTASALUR - Back up

13/12/2016

Laugardaginn 10. desember opnaði Andrea Arnarsdóttir sýningu sína ,,Back up“ í Listasal Mosfellsbæjar.

Á sýningunni eru ljósaverk, en Andrea hefur unnið mikið með hvernig ljós getur haft áhrif á það hvernig við skynjum umhverfi okkar. Með ljósi er hægt að breyta dýptar- og litarskynjun okkar.

Andrea Arnarsdóttir er fædd árið 1991 og alin upp í Mosfellsbæ. „Back up“ er fyrsta einkasýning Andreu síðan hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2015.


Sýningin í Listasal Mosfellsbæjar er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar kl. 12 – 18 virka daga og 13 – 17 á laugardögum.
Sýningunni lýkur 14. janúar 2017.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira