logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Leikhópurinn Lotta í Bókasafninu í dag kl. 10 og kl. 11

24/08/18Leikhópurinn Lotta í Bókasafninu í dag kl. 10 og kl. 11
Leikhópurinn Lotta í Bókasafninu kl. 10 og kl.11. Öll 5 ára börn velkomin.
Meira ...

Frá opnun sýningarinnar Frá móður til dóttur - frá dóttur til móður

13/08/18Frá opnun sýningarinnar Frá móður til dóttur - frá dóttur til móður
Mikið var um dýrðir á opnun sýningar Jóníar Jónsdóttur og Sigurlínu Jóhannsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar 3. ágúst sl. Sýningin fjallar um samband þeirra mæðgna og heitir Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður. Sýningargestir supu á freyðivíni og sódavatni á meðan þeir skoðuðu verkin sem eru af ýmsum toga; textílverk, vatnslitamyndir og innsetningar.
Meira ...

Sumarlestur 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar

07/08/18Sumarlestur 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar
Fyrsta þriðjudag í júní, júlí og ágúst í sumar var hittingur fyrir sumarlestrarkrakkana í Bókasafninu kl. 14.00. Við hittumst og spjölluðum; leystum þrautir og drógum út happdrættisvinninga.
Meira ...

Mæðgur halda sýningu um samband sitt

31/07/18Mæðgur halda sýningu um samband sitt
Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður er heiti sýningar Jóníar Jónsdóttur og Sigurlínu Jóhannsdóttur sem verður í Listasal Mosfellsbæjar 3. ágúst til 7. september 2018. Sýningin verður opnuð föstudaginn 3. ágúst kl. 16.00. Jóní Jónsdóttir er fædd árið 1972 og býr og starfar í Reykjavík. Hún nam myndlist við skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hún hefur haldið fjölmargar listsýningar og unnið við leik- og danssýningar.
Meira ...

Laugardaginn 4. águst verður lokað í Bókasafninu og í Listasalnum.

24/07/18Laugardaginn 4. águst verður lokað í Bókasafninu og í Listasalnum.
Laugardaginn 4. águst verður lokað í Bókasafninu og í Listasalnum. Opnum aftur þriðjudaginn 7. ágúst kl. 12.00.
Meira ...

Sumarlestur 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar

04/07/18Sumarlestur 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar
Fyrsta þriðjudag í júní, júlí og ágúst í sumar er hittingur fyrir sumarlestrarkrakkana í Bókasafninu kl. 14.00. Við hittumst og spjöllum; leysum þrautir og drögum út happdrættisvinninga. Þriðjudaginn 3. júlí kom hópur krakka og tók þátt. Vinningshafar í happdrættinu voru: Lilja Sól, Sara Olivia og Emma. Allir fengu límmiða og súkkulaði. Næst hittumst við þriðjudaginn 7. ágúst kl. 14.00.
Meira ...

Frá opnun sýningarinnar Tölt um tilveruna

27/06/18Frá opnun sýningarinnar Tölt um tilveruna
Tölt um tilveruna, einkasýning Guðrúnar Hreinsdóttur, var opnuð í Listasal Mosfellsbæjar síðastliðinn föstudag. Verkin á sýningunni eru öll máluð með vatnslitum og innblásin af náttúrunni. Þau sýna landslag og jurtir, fólk og dýr og ýmis önnur náttúrufyrirbrigði. Listakonan bauð upp á hvítvín og súkkulaði, gos og snakk og var það kærkomið fyrir sýningargesti sem voru sumir hverjir enn í sárum eftir tapleik íslenska landsliðsins í fótbolta. Við hvetjum fólk til að tölta yfir í Listasal Mosfellsbæjar og kíkja á verk Guðrúnar. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og lýkur 27. júlí.
Meira ...

Vinningshafi í maígetraun Bókasafnsins

25/06/18Vinningshafi í maígetraun Bókasafnsins
Nú er barnagetraun Bókasafnsins komin í sumarfrí. Síðasti vinningshafi vetrarins var Ásgerður Erla Elínborgardóttir, 11 ára. Hún fékk í verðlaun nýjustu bók Ævars vísindamanns, Ofurhetjuvíddina.
Meira ...

Tölt um tilveruna - sýningaropnun föstudaginn 22. júní 2018 kl. 16-18

20/06/18Tölt um tilveruna - sýningaropnun föstudaginn 22. júní 2018 kl. 16-18
Föstudaginn 22. júní 2018 kl. 16-18 verður sýning Guðrúnar Hreinsdóttur, Tölt um tilveruna, opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. Guðrún er myndlistarkona og læknir. Hún hefur lagt stund á leirlist og gefið út ljóð en seinni ár einbeitt sér að vatnslitaverkum. Guðrún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi og erlendis. Hún sýndi m.a. verk fyrir hönd Íslands í NAS (Nordiska Akvarellsällskapet) á 18. sýningu ECWS (European Confederation of Watercolour Societies) á Spáni árið 2015
Meira ...

Ritlistarnámskeið 2018

15/06/18Ritlistarnámskeið 2018
Bókasafn Mosfellsbæjar bauð fjórða árið í röð til ritlistarnámskeiðs fyrir 10-12 ára börn. Námskeiðið var haldið 11.-13. júní í safninu og leiðbeinandi var Davíð Stefánsson rithöfundur. Fjórtán krakkar tóku þátt að þessu sinni og var þeim uppálagt að taka sér ýmislegt skemmtilegt og spennandi fyrir hendur til að örva sköpunargáfuna. Að námskeiði loknu var foreldrum boðið til útskriftar þar sem börnin lásu úr verkum sínum og fengu afhent viðurkenningarskjöl.
Meira ...

Síða 4 af 9

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira