logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Frá opnun sýningarinnar Frá móður til dóttur - frá dóttur til móður

13/08/2018
Mikið var um dýrðir á opnun sýningar Jóníar Jónsdóttur og Sigurlínu Jóhannsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar 3. ágúst sl. Sýningin fjallar um samband þeirra mæðgna og heitir Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður. Sýningargestir supu á freyðivíni og sódavatni á meðan þeir skoðuðu verkin sem eru af ýmsum toga; textílverk, vatnslitamyndir og innsetningar. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og stendur til 7. september. Laugardaginn 25. ágúst kl. 15 verða Jóní og Lína með leiðsögn um sýninguna í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima. Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér betur þessari flottu sýningu sem hefur verið lýst sem „púlsandi af tilfinningum“.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira