logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Barnagetraunin heldur áfram

01/10/18Barnagetraunin heldur áfram
Við þökkum fyrir góða þátttöku í fyrstu barnagetraun vetrarins. Nú er komið að getraun númer tvö og markmiðið er að fá enn fleiri til að taka þátt. Spurningablaðið er staðsett á hringborðinu í barnadeildinni. Skilið því útfylltu í græna póstkassann til að eiga möguleika á veglegri bókargjöf. Tilkynnt verður um verðlaunahafa í byrjun nóvember.
Meira ...

Leshópur Félags eldri borgara

24/09/18Leshópur Félags eldri borgara
Leshópurinn er í samstarfi við Bókasafnið í Mosfellsbæ. Starfsmaður frá Bókasafninu hefur umsjón með starfinu. Við hittumst fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 10.30 yfir vetrartímann í Bókasafni Mosfellbæjar Þverholti 2, nema annað sé tekið fram. Fyrsti fundur haustsins verður mánudaginn 1. október kl. 10.30 og lesefnið er: Úngur ég var eftir Halldór Laxness.
Meira ...

Hundar sem hlusta í Bókasafni Mosfellsbæjar - laugardaginn 13. október 2018

24/09/18Hundar sem hlusta í Bókasafni Mosfellsbæjar - laugardaginn 13. október 2018
Í samstarfi við félagið Vigdísi - Vini gæludýra á Íslandi býður Bókasafnið börnum að koma í safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda. Hverju barni býðst að lesa í u.þ.b. 20 mín. Gott er að barnið hafi valið sér bók eða texta til að lesa.Tveir hundar verða á staðnum þannig að tvö börn geta lesið samtímis, en einungis sex börn komast að.
Meira ...

Gjöf frá ungum safngesti

21/09/18Gjöf frá ungum safngesti
Þetta er hún Eva Jónína 7 ára. Hún kom færandi hendi í gær og afhenti okkur tvö eintök af litabók sem hún gaf út í fyrra en myndirnar teiknaði hún þegar hún var 5 ára. Bækurnar liggja frammi í Bókasafninu og hún segir að krökkum sé velkomið að lita í þær. Takk fyrir gjöfina Eva Jónína.
Meira ...

Fjölmennt var á opnun sýningarinnar Ný verk

21/09/18Fjölmennt var á opnun sýningarinnar Ný verk
Fjölmennt var á opnun sýningarinnar Ný verk í Listasal Mosfellsbæjar 14. september sl. Á sýningunni má sjá klippimyndir úr fundnu myndefni eftir Guðna Gunnarsson og samhverfar trélitateikningar eftir Ingarafn Steinarsson. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og stendur til 19. október. Athygli er vakin á því að verkin á sýningunni eru til sölu.
Meira ...

Uppskeruhátíð Sumarlestrar þann 7. september sl.

14/09/18Uppskeruhátíð Sumarlestrar þann 7. september sl.
Uppskeruhátíð Sumarlestrar var haldin á Bókasafnsdeginum þann 7. september sl. Skráningin í ár var frábær en um 350 börn voru skráð. Mikil ánægja var hjá foreldrum að fá kærkomið tækifæri til að hvetja börnin til lestrar og viðhalda þeirri lestrarhæfni sem þau hlutu um veturinn. Við buðum upp á hitting einu sinni í mánuði yfir sumarið þar sem þau komu sem gátu, þá var dregið í happdrætti og þrautir leystar.
Meira ...

Ný verk – Guðni Gunnarsson og Ingirafn Steinarsson

12/09/18Ný verk – Guðni Gunnarsson og Ingirafn Steinarsson
Listamennirnir Guðni Gunnarsson og Ingirafn Steinarsson opna samsýningu í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 14. september. Til sýnis verða ný verk en undanfarin misseri hafa báðir listamennirnir unnið tvívítt, annarsvegar samklipp og hinsvegar teikningar. Í verkum Guðna gefur að líta margbreytilegar súrrealískar fígúrur samsettar úr fundnu myndefni, tímaritum og dagblöðum. Verk Ingarafns eru samhverfar teikningar, úr trélitum, álíkar spengingum sem minna samtímis á fljótandi síkadelísk form og svífandi geimstöðvar.
Meira ...

Í brennidepli: Norskar bókmenntir

07/09/18Í brennidepli: Norskar bókmenntir
Þjóðsögur, draugasögur og ævintýri þekkja flestir Íslendingar, a.m.k. þeir sem eru fæddir fyrir síðustu aldamót, og má segja að þær séu samtvinnaðar menningu Íslendinga frá fornu fari. Frændur okkar í Noregi búa einnig að sams konar frásögnum sem eru grunnur að bókmenntaarfi þeirra.
Meira ...

Við byrjum aftur

31/08/18Við byrjum aftur
Nú er barnagetraun Bókasafnsins komin úr sumarfríi. Við vonum að þið hafið notið sumarsins og kynnst mörgum skemmtilegum bókum í fríinu. Á hringborðinu í barnadeildinni má finna spurningablað með þremur spurningum. Svarið þeim, merkið blaðið svo vel og vandlega og setjið í græna póstkassann. Í byrjun október verður dregið úr réttum svörum og einn heppinn krakki fær bók í verðlaun. Munið að starfsfólk Bókasafnsins er alltaf tilbúið að hjálpa ef þörf er á.
Meira ...

Leikhópurinn Lotta

27/08/18Leikhópurinn Lotta
Það var sannarlega líf og fjör í Bókasafni Mosfellsbæjar þann 24. ágúst síðastliðinn, þegar Leikhópurinn Lotta flutti Söngvasyrpu og skemmti 5 ára börnum
Meira ...

Síða 3 af 9

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira