logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vinningshafi í októbergetrauninni

12/11/2018
Max Tristan Antonsson sigraði í októbergetraun Bókasafnsins. Hann er í 3. bekk í Lágafellsskóla og æfir fótbolta í frístundum. Max Tristan heldur mikið upp á bækurnar um Kaftein ofurbrók en finnst Kiddi klaufi líka skemmtilegur. Hann gleymir sér alveg við lesturinn þegar hann kemst í góða bók. Við vonum að það verði einnig raunin með bókina Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar vísindamann en það er einmitt bókin sem hann fékk í verðlaun. Til hamingju, Max Tristan!
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira